Ungir jafnaðarmenn fordæma útlendingafrumvarp Áslaugar Örnu

Ungir jafnaðarmenn fordæma frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um herðingu útlendingalaga og skora á hana að draga frumvarpið tilbaka.

Þá lýsa Ungir jafnaðarmenn yfir gífurlegum vonbrigðum yfir því að Vinstrihreyfingin – grænt framboð leyfi harðneskjulegri útlendingastefnu Sjálfstæðisflokksins að ráða för í ríkisstjórnarsamstarfinu.

Frumvarpið sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn og bíður nú afgreiðslu Alþingis hefur í för með sér að stór hópur fólks mun eiga enga von á að fá alþjóðlega vernd á Íslandi. Um er að ræða fólk sem hefur fengið vernd í ríkjum eins og Grikklandi, en eins og margoft hefur komið fram og fjöldi alþjóðlegra stofnana bent á býr flóttafólk þar við ömurlegar aðstæður. Vegna skorts á nauðsynlegum úrræðum og stuðningi lendir fjöldi fólks sem hefur fengið þar vernd á götunni. Þar býr það við fátækt, takmarkað aðgengi að heilbrigðisþjónustu og engin tækifæri til menntunar fyrir börnin.

Ungir jafnaðarmenn hafa ítrekað gagnrýnt ómannúðlega útlendingastefnu ríkisstjórnarinnar og krafist þess að brottvísunum hælisleitenda verði hætt. Það er óverjandi með öllu að senda flóttafólk, í mörgum tilfellum barnafjölskyldur, á götuna í Grikklandi. Þá kalla Ungir jafnaðarmenn eftir því að íslensk stjórnvöld sýni samábyrgð og bjargi fylgdarlausum börnum úr yfirfullum og hættulegum flóttamannabúðum í Grikklandi. 

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið