Bjánafréttir

Já núna er allt að verða vitlaust í þjóðfélaginu. Það er ekki pólitíkin sem skekur klakann að sumri, nei, það er hið svokallaða fjórða vald, fjölmiðlarnir sem fara á kostum þessa dagana. Bubbi Morthens er að fara í mál við hið fjöruga sorprit ‘Hér og nú’ vegna ærumeiðinga. Hvað er að gerast í íslenskum fjölmiðlum? Við á litla Íslandi höfum 3-4 dagblöð til að fletta með morgunkaffinu (eftir því hvar er búið á landinu) og tímaritaútgáfan hefur alltaf verið í miklum blóma hér. Nú er sorpritapakkinn orðinn stærri og feitari en áður hefur verið, ‘Séð og heyrt’ sér ekki lengur eitt um að færa okkur fréttir af barneignum og ástum ‘fræga fólksins’ hérlendis og erlendis, heldur er áðurnefnt rit einnig komið á markaðinn og það með þvílíkri sprengju að eftir u.þ.b. mánuð í útgáfu er blaðið að fá málshöfðun fyrir ærumeiðingar á hendur sér. Já núna er allt að verða vitlaust í þjóðfélaginu. Það er ekki pólitíkin sem skekur klakann að sumri, nei, það er hið svokallaða fjórða vald, fjölmiðlarnir sem fara á kostum þessa dagana. Bubbi Morthens er að fara í mál við hið fjöruga sorprit ‘Hér og nú’ vegna ærumeiðinga. Hvað er að gerast í íslenskum fjölmiðlum? Við á litla Íslandi höfum 3-4 dagblöð til að fletta með morgunkaffinu (eftir því hvar er búið á landinu) og tímaritaútgáfan hefur alltaf verið í miklum blóma hér. Nú er sorpritapakkinn orðinn stærri og feitari en áður hefur verið, ‘Séð og heyrt’ sér ekki lengur eitt um að færa okkur fréttir af barneignum og ástum ‘fræga fólksins’ hérlendis og erlendis, heldur er áðurnefnt rit einnig komið á markaðinn og það með þvílíkri sprengju að eftir u.þ.b. mánuð í útgáfu er blaðið að fá málshöfðun fyrir ærumeiðingar á hendur sér. Þetta er svo sem í eðlilegu framhaldi af ritstjórnarstefnu D.V. og flestir ættu að vita að maður ætti ekki að kippa sér upp við asnaskap og bjánalegan fréttaflutning, en fyrr má nú aldeilis vera eineltið.

Talandi um einelti. Stjórnvöld á Íslandi hafa verið að berjast hart gegn einelti í skólum upp á síðkastið, samtökin Regnbogabörn voru stofnuð fyrir ekkert svo mörgum árum, en síðan koma einhverjir bavíanar sem kalla sig fréttamenn og leggja þá sem kalla má frægt fólk hérlendis í þetta líka meiriháttar einelti. Eiríkur Jónsson fer svo í broddi fylkingar og sannar að hann er ekkert nema kjaftaskúmur, bæði í Íslandi í dag og Kastljósinu með því að vera að verja ömurleg vinnubrögð sín og annarra kollega sinna hjá sama fréttamiðli.

Blessunarlega er höfundur þessarar greinar laus við þá þráhyggju, sem sumir virðast illa haldnir af, að þurfa alltaf að vita hvenær nágranninn borar í nefið eða hvenær Birgitta Haukdal klórar sér í hausnum. Sumir ættu jafnvel kannski að taka sér þetta til fyrirmyndar. Þessi persónudýrkun og frægðartilbúningur sem orðin hefur til hér á landi á síðustu árum er úr hófi genginn. Ég heyrði lítillega af könnun sem var gerð um daginn sem vakti áhuga minn fyrir það að niðurstöður úr henni sögðu að um (að mig minnir) 75% íslenskra ungmenna hafði þau ein framtíðaráform að verða fræg. Meirihlutinn af þessum hópi hafði svo ekkert sérstakt í huga, né heldur aðhafst neitt sérstakt til að ná þeim markmiðum. Þetta færir persónudýrkunarfjölmiðlun okkur. Er þetta ásættanlegt?

Mér þykir við hæfi að vitna í Bigga í Maus en hann sagði: ‘því ég las það undrandi að allt sem þú lest er lygi’. Ef blaðamenn halda áfram á sömu braut og þeir hafa tekið á vissum fjölmiðlum hér á landi er það orðið ljóst að fólk verður annað hvort að fara að lesa fréttir með það í huga að þær séu að mestu leyti uppspuni, að þær séu eins og skáldsögur fyrir svefninn, að í þeim sé verið að búa til nýjan veruleika. Við þurfum ekki svona fréttamennsku á Íslandi, við þurfum ekkert að skyggnast inn í einkalíf fræga fólksins, við búum við hliðina á því, sjáum það á Laugarveginum, mætum því á þjóðvegunum og í Kringlunni hvort sem er. A.m.k. ætla ég sjálfur ekki láta mig það varða hvort Bubbi Morthens reykir sígó í sínum frítíma eða ekki.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand