Birting myndanna og viðbrögðin sem fylgdu

Í fréttum í vikunni var rætt um fyrirhugaða álversverksmiðju á Norðurlandi og er nú svo komið að stefna stjórnvalda miðar að því að reisa slíkar verksmiðjur á hverju landshorni. Endurspeglast þessi umræða í stefnu stjórnvalda í atvinnumálum þjóðarinnar sem oft á tíðum er í engum takti við nútímann. Á sjöunda áratug síðustu aldar hófst uppbygging stóriðju hér á landi með tilheyrandi virkjanaframkvæmdum og má segja ekki sjái fyrir endan á þeirri uppbyggingu. Það er óhætt að segja að viðbrögðin sem hafa fylgt teikningum Jyllands Posten af Muhammed spámanni séu langt umfram það sem flestir sáu fyrir. Mikil reiðialda hefur gripið um sig í Mið-Austurlöndum. Nú síðast heyrast fréttir af því að borinn hafi verið eldur að danska og norska sendiráðinu í Sýrlandi ásamt ræðismannaskrifstofu Dana í Beirút. Norska sendiráðið í Sýrlandi er gjörónýtt. Norðmenn segja þetta óásættanlegt og að farið verði fram á bætur fyrir allar skemmdir auk þess sem málið verði tekið upp hjá Sameinuðu Þjóðunum.

Í fréttum undanfarið höfum við séð myndir frá mótmælum víðsvegar í miðausturlöndum. Ýmis öfgasamtök hafa hvatt til ofbeldis gegn evrópubúum (Dönum og Norðmönnum sérstaklega). Fánabrennur eru daglegt brauð og danskar vörur seljast enn nánast ekkert í þessum heimshluta. Það er erfitt fyrir okkur sem erum vön því að opna dagblað og sjá þar hluti sem hneyksla okkur eða jafnvel móðga og niðurlægja trúarbrögð okkar að skilja þetta mál.

Hlutverk fjölmiðla
Spurningin er samt sem áður hvort fjölmiðlar og þá sérstaklega íslenskir fjölmiðlar hafi ekki málað nokkuð einlita mynd af málinu. NFS birti til að mynda frétt frá TV2 í Noregi um lítinn hóp öfgamanna sem stöðin tók viðtal við. Sama dag var stærsta fréttin hérna í Noregi að „Islamsk Rad“ stærstu samtök fylgjenda Islam hérna í Noregi fordæmdu allar árásir og hafa tekið afstöðu með vestrænu tjáningarfrelsi jafnvel þótt þeim þyki sumar myndirnar móðgandi. Islamsk Rad hefur 70.000 meðlimi en þessi hryðjuverkasamtök sem NFS einbeitir sér að samanstanda af e.t.v. 18 manns. Fjölmiðlar gefa öfgamönnum rödd. Án fjölmiðla væri Al-qaeda ekki það sem samtökin eru í dag. Þýðir það að fjölmiðlar eigi ekki að greina frá öfgamönnum? Að sjálfsögðu þýðir það það ekki, fjölmiðlar verða að geta greint frá því sem þeir vilja. Hinsvegar verða fjölmiðlar að sýna sjálfum sér og öðrum þá virðingu að skýra heildstætt frá málinu. Þeir verða að leyfa hófsömum röddum að komast að.

Það er ekki rétt að hófsamir múslimar sitji bara heima og bölvi þar. Þeir mótmæla með skrifum eða auka kaupin á dönskum vörum og hófsamari samtök múslima álykta. Í raun hafa mun fleiri íslömsk samtök ályktað gegn ofbeldi. En íslenskir fjölmiðlar sem stunda einhversskonar „poppisma“ á fréttaflutningi hunsa slíkar fréttir. Gott dæmi er auðvitað fréttir af öfgakristnum í Bandaríkjunum sem nú kaupa danskar vörur sem aldrei fyrr. Hinsvegar er samskonar herferð í Mið-Austurlöndum sem skipulögð er af fylgjendum íslam sem telja einmitt að tjáningarfrelsið sé mikilvægara en hugsanleg móðgun við þeirra trú. Ekki einn einasti fjölmiðill á Íslandi hefur birt orð um þetta.

Fjölmiðlar mega ekki taka þátt í þessu stríði milli tveggja heima. Starf fjölmiðla er að segja okkur frá atburðarrásinni án slagsíðu. Að sjálfsögðu geta fjölmiðlar fordæmt ofbeldi enda eðlilegt að þeir séu ekki algjörlega hlutlausir gegn ofbeldi. En nú sem aldrei fyrr þegar fjölmiðlar eru í raun einn aðila að málinu verða þeir að gæta sín og birta allar hliðar málsins. Einnig hófsamar raddir frá miðausturlöndum.

Hvað nú?
Vegna allra látanna sem birtingunni fylgdu hefur málefnið sem við ættum að vera að ræða núna horfið. Þegar 12 listamenn fá frjálsar hendur að túlka Muhammed, hvers vegna er meirihluti myndanna á neikvæðum nótum? Ef ekki hefði verið fyrir lætin hefði þetta mál ef til vill verið til umræðu núna. Islam hefur slæma ímynd á Vesturlöndum. Um það eru ekki miklar deilur. Fjölmiðlar verða að taka á sig einhverja ábyrgð fyrir það. Einmitt vegna þess að þeir hafa ekki staðið sig í að ræða þessi trúarbrögð. Bókstafstrúarmenn hafa skilgreint þá umræðu og öll umræða fer fram eftir þeirra leikreglum. Margir hafa því gagnrýnt Jyllands Posten fyrir birtinguna og spurt hvað hafi vakið fyrir þeim með birtingu myndanna. Samkvæmt blaðinu var ætlunin að vekja athygli á sjálfritskoðun fjölmiðla og listamanna um málefni íslam. Sem að þeirra mati er fréttnæmt. Persónulega sé ég ekki ástæðu til að efast um að það hafi verið ætlunarverk þeirra.

En hvað svo? Ef þetta hefði ekki sprungið svona framan í þá hefði blaðið tekið sig til og reynt að kafa dýpra í meiningu myndanna eða kynna lesendur sína betur fyrir Islam. Ég leyfi mér að efast um það. Nú er hinsvegar tækifærið, nú hefur umræðan sprungið út og allir eru að ræða þessi mál. Er ekki um að gera fyrir fjölmiðla að fara dýpra ofan í málið og útskýra fyrir okkur hvers vegna þessir tveir heimar enda ítrekað í stórkostlegum og oft ofbeldisfullum deilum?

Greinin er sú þriðja í pistlaröð höfundar um myndasögumálið

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið