Óréttlát og kreddufull umræða fjölmiðla um feminista

Á það má á móti benda að hugsanlega mætti teljast fjarstæðukennt að ætla að krefja gyðinga og múslima um viðurkenningu á hjónabandi samkynhneigðra til jafns við gagnkynhneigðra. Gott og vel. Ef okkur frjálslyndu skattborgurunum kemur ekki við hvort kirkjan sé tilbúin að vera kirkja allrar þjóðarinnar en ekki bara kirkja gagnkynhneigðra, þá getur hún ekki haldið áfram að þiggja skattfé og kalla sig þjóðkirkjuna. Stofnun, sem rekin er af hinu opinbera, er ekki friðhelg frá afskiptum stjórnmálanna. Það er ekki hægt að segja við skattborgarana: „upp með peningana en skiptið ykkur ekki af minni stefnu“.Aðskiljum ríki og kirkju! Það er ekki svo ýkja langt síðan ég var ein af þeim sem vildu ekki láta orða mig við feminista og vildi heldur láta kalla mig jafnréttissinna þegar kom að því að ég var að skammast út í kynjamisrétti. Sú mynd sem ég hafði af Feministafélagi Íslands á þeim tíma var að nær öllu leyti komin af umræðu fjölmiðla og fordómafullum staðhæfingum um félagið sem ganga manna á milli. Ég hafði reyndar ekkert á móti félaginu en fannst það of öfgafullt og æsa sig yfir smámunum í stað þess að beina kröftum sínum að alvarlegustu birtingarmyndum kynjamisréttisins eins og t.d. kynbundnu ofbeldi.

En þar sem ég hef brennandi áhuga á jafnréttismálum þá fór ég að kynna mér starfsemi félagsins betur, fór að fylgjast með feministaspjallinu, sækja fundi og fá póst frá þeim. Álit mitt var ekki lengi að taka stakkaskiptum og ég var ekki lengi að komast að því að megináherslur félagsins voru aðrar en fjölmiðlar landsins gáfu til kynna. Meginþungi starfseminnar gengur út á að berjast gegn allra mikilvægustu mannréttndarmálunum eins kynbundnu ofbeldi og óútskýrðum launamun svo eitthvað sé nefnt.

Félaginu hefur orðið ágengt í mörgum málum og ekki síst sem þrýstiafl á stjórnvöld og eiga meðal annars stóran þátt í því að stjórnmálamenn láta nú mál eins og heimilisofbeldi, kynferðisafbrot gegn börnum, óútskýrðan launamun og fleiri feminísk málefni sig varða. Feministafélagið stendur fyrir mjög öflugu og skemmtilegu starfi og bendi ég áhugamönnum um stjórnmál sérstaklega á stjórnmálahóp þeirra. Að auki heldur félagið reglulega fræðslufundi, þar sem reynt er að benda á það sem betur má fara og vekja fólk til umhugsunar um stöðu kynjanna í samfélaginu. Það sorglega er að fjölmiðlar endurspegla alls ekki þessa mynd af félaginu, þeir birta allt of sjaldan fréttir og tilkynningar af því stórgóða starfi sem það stendur fyrir en er þess í stað ekki lengi að upplýsa almenning um það ef nafnlaus aðili segir eitthvað öfgafullt á spjallinu þeirra.

Ég hvet alla sem ekki hafa kynnt sér starfsemi Feministafélagsins af eigin raun að mæta á hið mánaðarlega Hitt félagsins nú á þriðjudaginn kl. 20:00 (sjá auglýsingu hér til hliðar) þar sem rætt verður um stöðu jafnréttismála, hvað er á döfinni og hvert við stefnum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand