Bíræfnar bendingar bændasamtakanna

Um þessar mundir fara fréttir um vefinn sem gefa í skyn að kalt stríð ríki á milli Samfylkingarinnar og bændastéttarinnar og að Samfylkingin gefi almennt skít í bændur vegna fjarveru fulltrúa í Evrópunefnd búnaðarþings 2010.

Um þessar mundir fara fréttir um vefinn sem gefa í skyn að kalt stríð ríki á milli Samfylkingarinnar og bændastéttarinnar og að Samfylkingin gefi almennt skít í bændur vegna fjarveru fulltrúa í Evrópunefnd búnaðarþings 2010.

Sjálfur hef ég alltaf verið talsmaður þess að fólk mæti á fundi þegar þeim er boðið, en í tilfelli búnaðarþings get ég vel skilið afstöðu Samfylkingarinnar þar sem bændasamtökin samþykktu í fyrra að undir engum kringumstæðum skildi taka upp viðræður við Evrópusambandið. Afstaða bændasamtakana er jafnvel svo hatrömm að þau hafa ekki gefið kost á sér til álitsgjafar vegna aðildarumsóknarinnar, dæmi um það er þegar að bænasamtökin svöruðu ekki spurningalista framkvæmdastjórn ESB.

Það er afar undarleg afstaða að hafna samningum áður en þeir liggja fyrir. Jafnvel megnustu andstæðingar Evrópusambandsins LÍÚ og VG eru hlynnt því að samningar skuli liggja fyrir áður en ákveðið er hvort Evrópusambandsaðild sé vænn kostur eða ekki. Þó svo það þyki almennir mannasiðir að mæta þangað sem maður er boðaður skilar það engu að sólunda tíma í eitthvað sem fyrirfram hefur verið ákveðið í hroðvirkni og vanhugsun.

Fyrst bændasamtökin hafa þegar borið upp á góma þá ber að nefna þá undarlegu hagsmunastarfsemi sem keyrð er af samtökunum. Þau eru á gífurlega háum ríkisstyrkjum skv. fjárlögum, eða með um 600 milljónir króna á ári. Það er sjálfsagt mál að hagsmunasamtök séu á fjárlögum þar sem þau sýna stofnunum ríkisins nauðsynlegt aðhald, sem er ríkinu fyrir bestu.

En sú gríðarlega upphæð sem er eyrnamerkt bændasamtökunum rennur í hagsmunabaráttu um 3000 skjólstæðinga þeirra, bændastéttarinnar. Bændur þurfa vissulega sína hagsmunagæslu en til samanburðar fær t.d Samband íslenskra framhaldsskólanema 5 milljónir króna eða um hundraðfallt minna en bændasamtökin hafa. En skjólstæðingar hagsmunafélaga framhaldsskólanema eru um 20.000.

Það er afar varhugavert að sum hagsmunafélög séu metin á meira en önnur. Ríkisstjórn sú sem ræður hér lögum og lofum ætti að taka sig til og leiðrétta þennan hagsmunahalla.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand