Ungir jafnaðarmenn hvetja til lausnar ICESAVE-málsins

Ályktun ICESAVE-málið verður einfaldlega að leysa og Ungir jafnaðarmenn hvetja því til lausnar málsins sem fyrst.

Ályktun Ungir jafnaðarmenn benda á þann kostnað sem hlotist hefur af frestun ICESAVE-málsins frá áramótum og ekki sér enn fyrir endann á. Þessi kostnaður telur milljarða króna á meðan áætlun stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins er haldið í gíslingu flokkspólitískra deilna.

Seinkun framkvæmda í stöðugleikasáttmála, lengri og dýpri kreppa með auknu atvinnuleysi, enn frekari lækkun lánshæfismats ríkisins og kostnaður samfélagsins í glötuðum verðmætum hleypur á tugum milljarða króna á mánuði. Samkæmt útreikningum Gunnlaugs H. Jónssonar, hagfræðings, sem birtust í Fréttablaðinu 29. janúar sl., nemur kostnaðurinn við kyrrstöðu í atvinnulífinu að lágmarki 75 milljörðum á mánuði miðað við þær forsendur um hagvöxt sem hann gefur sér. Það er hrein skelfing til að hugsa.

Ungir jafnaðarmenn telja grafalvarlegt mál að uppnám við lausn ICESAVE-málsins geti komið í veg fyrir fjárhagsstuðning frá Norðurlöndunum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, sem þýðir að Ísland gæti lent í því að hafa ekki upp á neinn neyðargjaldeyrisforða að hlaupa verði vandræði við fjármögnun afborgana erlendra lána árin 2011 og 2012.

Óvissan er okkar versti óvinur um þessar mundir og eins og oft hefur verið bent á þá er það traust sem skiptir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf mestu máli við endurreisnina. Án þess er öll fjármögnun bæði fyrirtækja og hins opinbera nær ómöguleg.

Allt er þetta að koma fram sem afleiðingar þess að hafa samkomulag um uppgjör ICESAVE ófrágengið og þar af leiðandi áframhaldandi óvissu um framgang áætlunarinnar um endurreisn efnahagslífsins. Ungir jafnaðarmenn telja því lífsnauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem nú ríkir til að draga úr þeim efnahagslega skaða sem þegar hefur orðið.

ICESAVE-málið verður einfaldlega að leysa og Ungir jafnaðarmenn hvetja því til lausnar málsins sem fyrst.

Í þessu samhengi benda Ungir jafnaðarmenn á vefslóðina www.politik.is/icesave, en þar má sjá þróun þessa kostnaðar sem töf málsins felur í sér frá áramótum, byggða á útreikningum Gunnlaugs H. Jónssonar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand