Betur má ef duga skal

,,Ég óska því eftir að ráðherrar Samfylkingar setji meiri kraft í að skilgreina þessi störf og um leið að efla landsbyggðina og skilgreina landið sem eitt atvinnusvæði“. Segir Jóhann Jónsson varaformaður Ungra jafnaðarmanna á Akureyri. Eitt stærsta mál Samfylkingarinnar í síðustu kosningum var störf án staðsetningar. Í kosningastefnu flokksins
stendur „Á næsta kjörtímabili verði 1200 störf óháð staðsetningu á vegum ríkisins auglýst laus til umsóknar.” Ég óska því eftir því að þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar spýti í lófana og fari að fylla upp í þessa tölu á enn meiri hraða.
Stjórnarsáttmálinn gefur til kynna að unnið verður vel og vandlega að þessum málum en þar stendur “Skilgreind verði þau störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar og þannig stuðlað að fjölgun starfa á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal.
Að fjölga störfum án staðsetningar getur skipt gríðarlegu máli og ekki síst á landsbyggðinni. Hver væri t.d. ekki tilbúinn að vera að vinna starf við hæfi á Akureyri þar sem öll lífsins gæði eru og að vinnuveitandinn stæði 100% á bakvið starfsmanninn fyrir þá ákvörðun að vinna fjarri steinsteypunni merktri viðkomandi stofnun.
Fyrir um mánuði síðan ætlaði ég að setjast niður og skrifa grein og óska eftir viðbrögðum frá ráðherrum Samfylkingarinnar um stöðu mála í störfum án staðsetningar þar sem ég hafði ekki séð nein ummerki um þessi störf.. Ekki varð að þessari grein en núna hef ég séð auglýsta stöðu framkvæmdarstjóra stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs hjá
Umhverfisráðuneytinu og staðan er ekki bundin við staðsetningu heldur er allt landið nefnt sem starfsstöð. Á heimasíðu Háskólans á Akureyri er svo sagt frá Jóhanni Ásmundssyni sem nýverið fékk starf án staðsetningar á Vinnumálasviði Vinnumálastofnunnar. Vil óska Jóhanni innilega til hamingju með starfið og þá ákvörðun hans að vinna það á Akureyri.
Ég vil hinsvegar sjá mikla fjölgun á þessum störfum. Á Akureyri er starfræktur gríðarlega öflugur háskóli sem útskrifar vel menntað fólk og eftirsótta starfskrafta. Ég vil sjá meira hlutfall þessa nemenda halda áfram að starfa á Akureyri og í nágrannarsveitarfélögum og er störf án staðsetningar mikilvægur liður í þeirri baráttu. Ég óska því eftir að ráðherrar Samfylkingar setji meiri kraft í að skilgreina þessi störf og um leið að efla landsbyggðina og skilgreina landið sem eitt atvinnusvæði.

Greinin birtist á vefsvæði Ungra jafnaðarmanna á Akureyri, uja.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand