Barnasáttmáli

Þann 20. Nóvember síðastliðin, átti Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna 20 ára afmæli. Réttindi barna hafa alltaf verið jafnaðarmönnum hugleikin og er því ekki úr vegi að líta yfir farin veg.

barn

Þann 20. Nóvember síðastliðin, átti Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna 20 ára afmæli. Réttindi barna hafa alltaf verið jafnaðarmönnum hugleikin og er því ekki úr vegi að líta yfir farin veg.

Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er alþjóðlegur sáttmáli sem að skilgreinir réttindi barna, hann er sá sáttmáli sem að flest lönd heims hafa staðfest, en þau eru nú 192 talsins. 

barnÞann 20. Nóvember síðastliðin, átti Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna 20 ára afmæli. Réttindi barna hafa alltaf verið jafnaðarmönnum hugleikin og er því ekki úr vegi að líta yfir farin veg.

Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er alþjóðlegur sáttmáli sem að skilgreinir réttindi barna, hann er sá sáttmáli sem að flest lönd heims hafa staðfest, en þau eru nú 192 talsins. Barnasáttmálinn var undirritaður fyrir hönd Íslands árið 1990 og 1992 heimilaði Alþingi ríkisstjórn að fullgilda hann með ályktun og öðlaðist hann því gildi hér á landi sama ár. Ísland er skuldbundið að þjóðarétti til að virða og uppfylla ákvæði Barnasáttmálans og felur hann í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn hafi sjálfstæð réttindi og þau þarfnist sérstakar verndar.

Á 20 árum hefur mikið vatn runnið til sjávar, heimsmyndin hefur breyst, gífurleg þróun hefur átt sér stað og hefur margt breyst til batnaðar. Þó sýna tölur Unicef að betur má ef duga skal.

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að á hverjum einasta degi deyja rúmlega 26.000 börn af orsökum sem að auðvelt og ódýrt er að koma í veg fyrir, en það eru um 9,5 milljónir barna ár hvert. Til samanburðar má nefna að samkvæmt tölum Hagstofu Íslands eru tæplega 81.000 börn undir 18 ára aldri á öllu Íslandi. Tæplega 6 milljónir barna eru þvinguð til vinnu og 1,2 milljónir barna eru seld ár hvert. 100-110 milljónir barna ganga ekki í skóla og eru mikilll meirihluti þeirra stúlkur. Unicef hefur unnið mikið þrekvirki á þessum sviðum og er til dæmis talið að samtökin bjargi lífi 2,5 milljónum barna árlega, bara með bólusetningu og á síðustu 35 árunum hefur tekist að auka hlutfall bólusettra barna úr 5% í 80%. Þó er mikið verk enn óunnið.

Orðræðan á Íslandi í dag einkennist oft af mikilli svartsýni, heitar umræður um kreppuna, Evrópusambandið, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og IceSave málið virðast stjórna umfjöllun fjölmiðla og er það að mörgu leyti skiljanlegt. Ísland er illa statt og framtíðin er óljós og er það ekki hlutur sem að ber að draga úr eða minnka á einhvern hátt. Þó er oft gott að setja hlutina í samhengi og reyna að gera sér grein fyrir heildarmyndinni til að fá betri sýn á málin.

Á niðurskurðar og samdráttar tímum þarf að forgangsraða og sú hugmynd hefur komið upp að Ísland ætti að skera niður í þeirri takmörkuðu þróunarhjálp sem að við veitum nú þegar. Ísland hefur aldrei komist nálægt því að uppfylla markmið S.Þ. um fjárveitingu til þróunaraðstoðar og er ekki að um stórar upphæðir að ræða, þótt að þær skipti þá sem að aðstoðina fá gífurlegu máli. Það er því að mínu mati algjör firra að ætla að fara í niðurskurð á þessu sviði, því að þótt að ástandið sé að mörgu leyti slæmt hér heima fyrir þá er það margfallt verra í þeim löndum í sunnanverðri Afríku sem um ræðir hér. Þessi ríki hafa ekki farið varhluta af heimskreppunni og hefur aðgengi að hjálpar og sjúkragögnum versnað talsvert, flest öll lönd þurfa að skera niður að einhverju leyti og bitnar það einnig á þeim milljónum manna sem að hafa enga aðra úrkosti enn að reiða sig á hjálparstofnanir og þróunarhjálp. Það er því skömmustulegt að hugsa til þess að styrkir til frjálsra félagasamtaka í þróunarmálum hafa lækkað um helming milli áranna 2008 og 2009. Það er skylda okkar og nauðsyn sem jafnaðarmanna að tryggja að við látum ekki okkar eftir liggja í þessum málum, þrátt fyrir erfiðleika heima fyrir, því að í samanburði við ástandið annars staðar, þá höfum við það bara helvíti gott.

Allar tölur eru fengnar af síðu Unicef á Íslandi (www.Unicef.is) og síðu Hagstofu Íslands  (www. hagstofa.is)

Myndin sýnir alvarlega vannært 2ggja mánaða gamalt barn í Eþíópíu, myndin er tekin af Roberto Schmidt / AFP Photo og má finna hana við grein á síðunni: http://www.dn.se/nyheter/varlden/en-miljard-hungrar-1.994929

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand