Bandaríkin og Írak

Í réttlætanlegu stríði þarf manntjón saklausra borgara að vera sem minnst, þess vegna þurfa árásir að hæfa hernaðarleg skotmörk en ekki íbúðabyggð. Þessu skilyrði verður erfitt að uppfylla, sem lýsir sér í áhyggjum yfirmanns herafla Bandaríkjanna á Persaflóasvæðinu vegna hinna fjölmörgu hernaðarskotmarka sem eru í námunda við sjúkrahús, skóla, moskur og íbúðahverfi. Til að fara í stríð þarf árásarþjóðin að njóta stuðnings þeirra þjóða sem hún er í bandalagi með, sem þýðir stuðningur Öryggisráðsins og a.m.k. einhver skilningur og samstaða meðal V-Evrópulanda. ,,Að nota hins vegar nærveru og hótun herafla okkar til að neyða Írak til að fara eftir ályktunum Sameinuðu þjóðanna – með styrjöld sem allra síðasta úrræði – mun auka á veg okkar sem málsvara friðar og réttlætis.” Jimmy Carter, 2003.

Grein eftir Jimmy Carter fyrrverandi Bandaríkjaforseta birtist í the New York Times þann 9. mars síðastliðinn. Þar fjallar Carter um breytingar á utanríkisstefnu Bandaríkjanna í stjórnartíð Bush yngri. Hann vill meina að ef BNA ákveði að ráðast inn í Írak sé sú ákvörðun þvert á þær grundvallarstoðir sem bandarísk utanríkistefna hefur byggt á síðust 2 aldir. Þessar stoðir eru öruggar gagnkvæmar skuldbindingar milli þjóða og virðing fyrir alþjóðalögum og bandalögum á borð við Sameinuðu Þjóðirnar. Styrjöldin við Írak sé auk þess í trássi við alþjóðasamfélagið og framferði núverandi stjórnar hafi valdið því að traust fólks til BNA sé í sögulegu lágmarki.

Í greininni sem heitir ,,Just War – or a just War”, fjallar Carter einnig um þær forsendur sem þurfa að liggja fyrir svo hægt sé að fara í stríð sem getur kallast réttlætanlegt. Réttlætanlegur stríðsrekstur getur jú aðeins verið ef allar aðrar úrlausnir hafi verið kannaðar til fullnustu. Tillögur að vopnaeftirliti SÞ í Írak voru einmitt lagðar fram af Bandaríkjunum, en þrátt fyrir óklárað verk Blix og ElBaradei, þá telur stjórn Bush yngri að Írak hafi brotið ályktanir SÞ, og þurfi því Írak að sæta afleiðingunum. Þessi túlkun fær ekki samþykki Öryggisráðs S.Þ. Carter setur spurningamerki við þá ógn sem ríkisstjórn BNA virðist finna á þessum tímapunkti.

Í réttlætanlegu stríði þarf manntjón saklausra borgara að vera sem minnst, þess vegna þurfa árásir að hæfa hernaðarleg skotmörk en ekki íbúðabyggð. Þessu skilyrði verður erfitt að uppfylla, sem lýsir sér í áhyggjum yfirmanns herafla Bandaríkjanna á Persaflóasvæðinu vegna hinna fjölmörgu hernaðarskotmarka sem eru í námunda við sjúkrahús, skóla, moskur og íbúðahverfi. Til að fara í stríð þarf árásarþjóðin að njóta stuðnings þeirra þjóða sem hún er í bandalagi með, sem þýðir stuðningur Öryggisráðsins og a.m.k. einhver skilningur og samstaða meðal V-Evrópulanda.

Ég tel það ólíklegt að George W. Bush hafi höfðað þetta stríð til að afla sér pólítískra vinsælda. Það er hinsvegar spurning hvernig vinsældir hans heima fyrir munu breytast ef kæmi til annarar hryðjuverkaárásar sem bendluð getur verið við sama heimshluta og Al-Qaida. Það hlýtur að teljast öruggt að stríðið við Írak hvetji hryðjuverkamenn til að auka enn frekar á óöryggi bandarísku þjóðarinnar, og því getur bandríska þjóðin gert Bush yngri ábyrgan. Það er hægt að velta því fram að framferði BNA sé hluti af stríði þeirra við hryðjuverkamenn, og til að sýna hæfileika þessarar stjórnar í ljósi hryðjuverkana 11. september 2001, en Bush yngri hefur ekki tekist á sannfærandi hátt að tengja Al-Qaida við stjórn Saddams Hussein. Ein ástæða sem Bush gæti haft fyrir sér, er að hef ráðist væri aftur á BNA með hryðjuverkum þá hafi hann þó ráðist á einhvern annan, bandaríska þjóðin gæti þá ekki kennt honum um að hafa ekki setið aðgerðalaus. Kallinn ætti þá kannski möguleika að vera kosinn aftur, það væri nú ekki slæmt að hans áliti.

Ég leyfi lesendum að gera sér grein fyrir vinsældum BNA á alþjóðavettvangi í kjölfar innrásarinnar í Írak í ljósi þess að BNA hefur virt yfirgnæfandi andstöðu þjóða heimsins að vettugi, og þar með dregið stórlega úr trúverðugleika Sameinuðu þjóðanna sem stofnunar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand