Riðar Framsóknarflokkurinn til falls?

Samkvæmt skoðanakönnunum Fréttablaðsins og DV í fyrstu viku ársins var fylgi Framsóknarflokksins á bilinu 10-11%. Svo lítinn stuðning hefur flokkurinn aldrei hlotið í alþingiskosningum og fara þarf alla leið til 1916, ársins sem flokkurinn var stofnaður, til að fá samskonar niðurstöðu en í þeim kosningum fékk flokkurinn 12.9 %. Á fyrstu þremur áratugunum eftir að landið hlaut sjálfstæði hafði flokkurinn um 25% fylgi að meðaltali og var um leið annar stærsti flokkurinn á þingi. Samkvæmt skoðanakönnunum Fréttablaðsins og DV í fyrstu viku ársins var fylgi Framsóknarflokksins á bilinu 10-11%. Svo lítinn stuðning hefur flokkurinn aldrei hlotið í alþingiskosningum og fara þarf alla leið til 1916, ársins sem flokkurinn var stofnaður, til að fá samskonar niðurstöðu en í þeim kosningum fékk flokkurinn 12.9 %. Á fyrstu þremur áratugunum eftir að landið hlaut sjálfstæði hafði flokkurinn um 25% fylgi að meðaltali og var um leið annar stærsti flokkurinn á þingi.

Árið 1978 fór fylgið í fyrsta skipti niður fyrir 20 % á sjálfstæðistímanum. Flokkurinn fékk 16.9 % atkvæða og A-flokkarnir unnu góðan kosningasigur með samtals 45 % atkvæða. Flokkurinn fór aftur upp fyrir 20 % í kosningunum árið eftir en 1983 virðist síðan hafa orðið ákveðin þáttaskil því flokkurinn fór aftur niður fyrir 20 % og var það áfram í næstu þremur kosningum. Aftur á móti voru kosningarnar árið 1995 flokknum góðar, flokkurinn hafði þá verið í stjórnarandstöðu frá 1991 og fór yfir tuttugu prósentin. Árið 1999 fór fylgi flokksins síðan í sama farveginn eða tæp 18 %. Í skoðanakönnunum á kjörtímabilinu sem senn líður hefur flokkurinn nær alltaf verið fyrir neðan kjörfylgi sitt.

Breytt kjördæmaskipan
Í vor verður í fyrsta skipti kosið eftir nýrri kjördæmaskipan. Höfuðborgarsvæðið mun þá í fyrsta sinn hafa fleiri þingmenn en landbyggðakjördæmin eða 33 þingmenn á móti 30. Flokkurinn hefur fyrst og fremst í gegnum tíðina sótt fylgi sitt til landsbyggðarinnar. Í kosningunum 1995 sögðust um 61 % bænda hafið kosið flokkinn og um 28 % sjómanna. Þá hefur Framsóknarflokkurinn sjaldan riðið feitum hesti frá kosningum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi breyting á kjördæmaskipan var og er því Framsóknarflokknum ekki hagstæð og strax þótti ljóst að á brattann yrði að sækja fyrir flokkinn í höfuðstaðnum. Ákvörðun formanns flokksins að fara fyrir hjörð sinni í Reykjavík bar þess ennfremur merki. Ætlunin var að auka hróður flokksins en samkvæmt nýjustu könnunum hefur það mistekist og formaðurinn, sem setið hefur á Alþingi síðan 1974, er í hættu að falla af þingi.

Breytt hlutverk
Framsóknarflokkurinn hefur oftar en ekki verið ,,límið” við ríkisstjórnarmyndun og haft talsvert um þær að segja. Flokkurinn hefur til að mynda verið í stjórnarandstæðu í eitt kjörtímabil frá því að Viðreisnarsamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokk lauk 1971. Það hefur margt gerst í landsmálunum síðan þá. Það sem blasir við er að fylgi Framsóknarflokksins hefur jafnt og þétt farið niður á við og einnig sú staðreynd að flokkurinn er ekki lengur næst stærsti flokkurinn á Alþingi. Við því hlutverki hefur flokkur okkar jafnaðarmanna – Samfylkingin – tekið við. Þar að auki hafa nýjustu kannanir sýnt að flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði er í hættu á að tapa því áralanga hlutskipti sínu að vera stærsti flokkur landsins yfir til okkar. Í ljósi þessa breyttu aðstæðna gæti orðið afar erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að vera í hlutverki ,,límsins” í vor því staða hans í dag er langt því frá að vera eins hagstæð og oft áður.

Hafa verður þó í huga að skoðanakannanir Fréttablaðsins og DV byggja ekki á stóru úrtaki, en þær gefa þó ákveðna mynd af stöðunni eins og hún er í dag. Áhugavert verður að fylgjast með næstu könnun Gallups fyrir RÚV sem væntaleg er um mánaðarmótin, en þær kannanir byggja á mun stærra úrtaki.

Eitt er þó á hreinu, Framsóknarflokkurinn þarf að taka sig verulega á ef flokkurinn ætlar ekki að bíða afhroð í næstu kosningum og rólegi formaðurinn að austan að falla af þingi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand