Svona á ekki að reka fyrirtæki

Það á að halda ríkisafskiptum í lágmarki. Vissulega eru margir hlutir og margs konar þjónusta sem betur er komin í höndum ríkisins en einkaaðila. Það er t.d. ríkisins að tryggja að allir hafi jafnan rétt til menntunar, sama mætti segja um heilbrigðisþjónustu. Það á ekki að snúa fólki frá, af því það getur ekki greitt fyrir eigin meðferð. Fátækir verða líka veikir. Það á að halda ríkisafskiptum í lágmarki. Vissulega eru margir hlutir og margs konar þjónusta sem betur er komin í höndum ríkisins en einkaaðila. Það er t.d. ríkisins að tryggja að allir hafi jafnan rétt til menntunar, sama mætti segja um heilbrigðisþjónustu. Það á ekki að snúa fólki frá, af því það getur ekki greitt fyrir eigin meðferð. Fátækir verða líka veikir.

Krafan um jöfnuð er ein réttlæting á ríkisrekstri. Jafnaðarsjónarmiðið má því líka nota um sölu á dreifikerfi Símans. Það er hætt við að samkeppni verði ekki nema að nafninu til ef risinn í bransanum getur selt keppinautnum aðgang að einhverju jafn lífsnauðsynlegu og aðgangur að dreifikerfi hlýtur að vera fjarskiptafyrirtæki. Það verða allir að sitja við sama borð.

Sum þjónusta er síðan tæplega á færi einkaaðila að veita. Ráða þar gróðasjónarmið mestu. Vegagerð er dæmi um þetta. Það færi enginn maður með viti að byggja önnur Hvalfjarðargöng við hliðina á hinum, gefa tíu prósent afslátt af veggjaldi og ætlast til að græða á því. Markaðurinn er einfaldlega ekki til staðar. Þetta vandamál getur ríkisvaldið leyst, annaðhvort með því að bjóða verkið út til einkaaðila eða með því að annast framkvæmdirnar sjálft. Mæli ég þá heldur með fyrri leiðinni, sannleikurinn er nefnilega sá að maður fer betur með eigin fé en annarra. Í þessu sjónarmiði felst að sum þjónusta er nauðsynleg, en fái markaðurinn ráðið er ólíklegt að einhver fáist til að taka hana að sér.

Hætt er við að farsinn í kringum ráðningu fréttastjóra Útvarpsins hafi gefið málstað frjálshyggjumanna byr undir báða vængi. Þar kom berlega í ljós allt það bruðl og sú vitleysa sem einkennt getur ríkisfyrirtæki. Ólíklegt er að forráðamenn einkafyrirtækis sæju sér hag í því að ráða þann minnst hæfa í stjórnunarstöðu. Það gerði hins vegar útvarpsstjóri, og það án þess að blikna. Það gerði hann aðeins af því hann veit að hann þarf ekki að svara til ábyrgðar. Hann veit að það skiptir engu máli þótt fyrirtækið hans skili enn meira tapi á næsta ári. Þá fær hann bara vinkonu sína í menntamálaráðuneytinu til að hækka afnotagjöldin.

Það er tímaskekkja að stjórnmálamenn sitji í útvarpsráði og skipti þar störfum og vegtyllum milli skjólstæðinga sinna. Það er hræsni að stjórnmálamenn mælist einn daginn til þess að lög séu sett til að varna afskiptum eigenda að fjölmiðlum, og sitji á sama tíma í stjórn keppinautarins og ráði þar inn vini og kunningja. Ef það er ekki leiðin til að leiðrétta ,,slagsíðu“ í fréttaflutningi, þá veit ég ekki hvað.

Útvarpsstjóri hefur með gjörðum sínum lagt sitt að mörkum í umræðuna um framtíð Ríkisútvarpsins. Hann segir: ,,seljum batteríið, reksturinn er betur kominn í höndum einkaaðila“.

Ég er hins vegar ekki sammála honum. Mér finnst ekki að selja eigi eða leggja niður Ríkisútvarpið. Það þarf hins vegar að breyta heilum helling. Leggjum niður útvarpsráð. Fáum fólk utan úr bæ til að sitja í stjórn, fólk sem hefur náð árangri annars staðar. Markús Örn…segðu af þér maður, fáum einhvern örlítið ferskari í djobbið. Poppum þetta
aðeins upp. Reynum að innleiða samkeppniselement í reksturinn. Allavega þannig að menn hafi hag af því að standa sig vel.

Svo virðist nefnilega ekki vera eins og sakir standa. Á toppnum tróna menn sem, í pilsfaldi helmingaskiptaflokkanna, hafa ekkert lagt af mörkum nema bruðl með almannafé. Fólki sem hefur unnið sig upp er svo hent út í horn, fyrir félaga kvenfélagsræningjana úr Kópavoginum og þeirra nóta. Svona á ekki að reka fyrirtæki og það verður engin breyting á nema við slítum þann naflastreng sem liggur milli ríkisfjölmiðla og stjórnmála.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið