Heimsókn Elizabeth Jones

Heimsókn Elizabeth Jones, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur vakið umræður í þjóðfélaginu um varnarsamninginn við Bandaríkin. Heimsókn Elizabeth Jones, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur vakið umræður í þjóðfélaginu um varnarsamninginn við Bandaríkin.

Bréf George Bush
Erindi hennar var í stuttu máli að afhenda íslenskum yfirvöldum bréf bandríkjaforseta þar sem kemur fram að forsetinn vilji gera breytingar á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Nánari útlistun á bréfinu hefur ekki verið gefin út, en það mun líklega vera gert í fyllingu tímans. Þetta er í samræmi við það sem Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt en hann hefur verið eindreginn stuðningsmaður þess að fækka í loftvörnum Bandaríkjanna í Evrópu, meðal annars á Íslandi.

Kjaftshögg frá stjórnvöldum
Þetta er enn eitt kjafthöggið sem er greitt byggðum landsins af hendi stjórnvalda. Mörg hundruð Íslendinga hafa starfað fyrir varnarliðið í gegnum tíðina og talið er að í dag starfi um 1700 Íslendingar beint og óbeint þar. Þannig hafa mörg hundruð fjölskyldur lífsviðurværi sitt af hverskyns þjónustu við varnarliðið. Ef varnarliðið myndi fara héðan myndi það hafa mjög slæm eftirköst fyrir atvinnuástandið á Suðurnesjum, sem er ekki nógu gott nú þegar.

Hvað hefur verið gert?
Það er umhugsunarefni hvað stjórnvöld hafa verið að gera varðandi endurnýjun varnarsamningsins. Gerð var bókun árið 1996 til fimm ára þar sem framkvæmd samningsins var útlistuð. Þrátt fyrir að þessi bókun hafi aðeins átt að gilda til ársins 2001 hafa formlegar viðræður um endurnýjun samningsins ekki hafist enn þann dag í dag. Það hafa hinsvegar átt sér stað óformlegar viðræður á liðnum misserum þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hafi allt frá árinu 1994 viljað umræður um varnarsamninginn vegna breyttra skipan heimsmála. Það er umhugsunarvert af hverju forystumenn ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera búnir að pressa meira á að ná fram einhverri niðurstöðu í þessu máli. Það getur ekki talist eðlilegt að svona mikil töf skuli hafa verið á þessu máli á liðnum árum.

Við getum þó verið hamingjusöm að hafa studd stríð Bandaríkjanna í stríðinu mikla við Írak þar sem þá höfum við miklu betri samningsstöðu en ella hefði verið. Það er mikil huggun harmi gegn að hafa þessa miklu leiðtoga við stjórnvölinn, fólkið á Raufarhöfn getur til dæmis yljað sér við það að, eins og málpípa íhaldsins um einkarekstur segir um hluti þar, arðsemi markaðarins skiptir mun meira máli heldur en velferð og hagsæld sjálfs almennings. Já, það er bjart framundan yfir byggðum landsins næstu fjögur árin undir stjórn þessara herra.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand