Ásmundi gert lífið leitt

images2

Aðsend grein eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur, fyrrverandi formann Ungra jafnaðarmanna og varaþingmann Samfylkingarinnar, þar sem fjallað er um ummæli Ásmundar Einars Daðasonar, nýkjörinn formann Heimsýnar og þingmann Vinstri grænna, um að hlutverk hans sem formanni Heimssýnar sé að gera Samflykingunni lífið leitt. Í greininni segir m.a. að: „Það er engin frétt að Ásmundur sé á móti ESB-aðild Íslendinga. Hann á fullan rétt á þeirri skoðun og það hefur legið fyrir frá byrjun samstarfs VG og Samfylkingar að flokkarnir eru ekki sammála um sjálfa aðildina. Það sem þessir tveir flokkar sammæltust hins vegar um, við myndun ríkisstjórnar í vor, var að fara í aðildarviðræður við ESB og leyfa síðan íslensku þjóðinni að kjósa – loksins – um aðildarsamning.“images2Ásmundur Einar Daðason ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt, fullyrti fjórða valdið í gær. Eins og skáldið sagði: „Nú er ég svo aldeilis klessa.“ Jafnvel mætti dæsa: „ÞETTA var nú óþarfi.“

Það er engin frétt að Ásmundur sé á móti ESB-aðild Íslendinga. Hann á fullan rétt á þeirri skoðun og það hefur legið fyrir frá byrjun samstarfs VG og Samfylkingar að flokkarnir eru ekki sammála um sjálfa aðildina. Það sem þessir tveir flokkar sammæltust hins vegar um, við myndun ríkisstjórnar í vor, var að fara í aðildarviðræður við ESB og leyfa síðan íslensku þjóðinni að kjósa – loksins – um aðildarsamning.

Við í Samfylkingunni viljum náið alþjóðasamstarf, þar á meðal innan ESB og Evrópusambandsaðildin er eitt okkar mikilvægasta stefnumál. Þá afstöðu byggjum við á grunngildum jafnaðarstefnunnar um samvinnu og bætt lífskjör fyrir almenning. Við höfum lagt alla áherslu á að hefja aðildarviðræður, ná samningum og gefa svo þjóðinni raunverulegan möguleika á að ákveða hvort hún vill fara alla leið inn í ESB eða halda áfram að dingla þar á kantinum.

Tvær áleitnar spurningar hafa vaknað hjá mér undanfarna daga, annars vegar við lestur á fréttum í gær og hins vegar í umræðum um þjóðaratkvæðagreiðslur á þingi um daginn.

1. Í frétt á vefritinu feykir.is kemur fram að Ásmundur segi að stöðva þurfi umsóknarferlið að ESB. Alþingi samþykkti það þó í sumar og Vinstri græn hafa gefið loforð í stjórnarsáttmála um að þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning. Vill Ásmundur brjóta þetta loforð?

2. Í umræðu á Alþingi um daginn, um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur, var nokkuð rætt um aðildarsamninginn. Án þess að hér verði raktar nánar stjórnskipunarflækjur í kringum mögulega aðild, er ljóst að meðan stjórnarskrá hefur ekki verið breytt, getur þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-aðild ekki orðið tæknilega bindandi. Þetta atriði er samt bara tæknilegt: Auðvitað mun Ísland ekki ganga í ESB, hafi þjóðin sagt nei í þjóðaratkvæði. Þetta atriði verður ekki lögð nógu mikil áhersla á og er skýrt af hálfu Samfylkingarinnar. En miðað við málflutning Ásmundar í þinginu og stóryrtar yfirlýsingar hans þarf að spyrja: Myndi Ásmundur hins vegar standa í vegi fyrir því að vilji þjóðarinnar nái fram að ganga, ef niðurstaða þjóðaratkvæðis um ESB verður já? Myndi hann þá reyna að misnota sér þá aðstöðu sem skapast af tæknilegri fyrirstöðu?

Ef svarið við báðum spurningum er já, gef ég hvorki mikið fyrir orðheldni né lýðræðisást þessa annars skemmtilega félaga míns í stjórnarsamstarfinu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand