Erum við tilbúin að fórna EES samningnum?

CB015978

Í dag eru gjaldeyrishöft á Íslandi. Það er bannað samkvæmt EES samningnum. Í dag horfir Evrópusambandið framhjá því, vegna þess kalda veruleika sem skall á eftir gróðæri síðustu ára. Ef hinsvegar við ætlum að hafa gjaldeyrishöft og handvirkar stýringu á gengi krónunnar sem björgunarhring í brotsjó alþjóðlegra fjármálamarkað í framtíðinni getum við kysst bless góðvild ESB um að horfa framhjá okkar brotum á EES og sömuleiðis kysst EES samninginn bless.

CB015978Í dag eru gjaldeyrishöft á Íslandi. Það er bannað samkvæmt EES samningnum. Í dag horfir Evrópusambandið framhjá því, vegna þess kalda veruleika sem skall á eftir gróðæri síðustu ára. Ef hinsvegar við ætlum að hafa gjaldeyrishöft og handvirkar stýringu á gengi krónunnar sem björgunarhring í brotsjó alþjóðlegra fjármálamarkað í framtíðinni getum við kysst bless góðvild ESB um að horfa framhjá okkar brotum á EES og sömuleiðis kysst EES samninginn bless.

Til að koma í veg fyrir að við missum EES samninginn þurfum við því að taka upp nýjan gjaldmiðil. Þeir gjaldmiðlar sem helst hafa verið nefndir eru norsk króna, dollari og evra. Norska krónan er reyndar ekki möguleiki, norska ríkistjórnin gaf okkur skýr skilaboð um það. Við höfum heldur ekki efni á því að fara að kaupa inn gáma af dollurum til að dreifa á landsmenn. Í hvert skipti sem okkur myndi vanta dollara þyrftum við að reiða fram þeim mun meira af krónum. Dollarinn fæst nefnilega ekki gefins.

Þá stendur evran ein eftir. Hana getum við fengið gott sem gefins. Við þurfum reyndar að taka virkari þátt í samskiptum og samvinnu Evrópuþjóðanna í kringum okkur. Við þyrftum líka að taka þátt í að móta og ákveða lögin (sem við tökum annars sjálfkrafa upp með EES). Við þyrftum líka að sætta okkur við allskyns breytingar, s.s. að skólagjöld fyrir íslenska námsmenn í Bretlandi yrðu ódýrari. Ef að við myndum sætta okkur við þessa auknu ábyrgð og breytingar fengjum við að skipta út íslensku krónunum fyrir evrur og þyrftum aldrei að hugsa um krónur aftur. (Nema náttúrulega ESB reynist leiðinleg samkoma og við segjum okkur úr sambandinu og tökum aftur upp okkar eigin gjaldmiðil).

Ef við erum hinsvegar ekki tilbúin að taka þátt í samstarfi Evrópuþjóða erum við komin dáltið mörg ár aftur í tímann, þar sem innflutningur er erfiðari, ekki er sjálfsagt mál fyrir okkur að vinna eða búa í öðrum Evrópuríkjum og við þurfum að treysta enn meira á góðvild ríkja í kringum okkur.

Valið stendur því á milli þess að stunda sjálfsþurftarbúskap líkt og áður fyrr, eða taka þátt í samstarfi Evrópuþjóða og njóta til fulls góðs af því.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand