Fullveldi nútímans

ESB-Ísland

Andstæðingar ESB nýta sér sjálfstæðisbaráttu Íslendinga óspart sem rök gegn aðild Íslands að sambandinu. Með inngöngu í ESB séum við í reynd að afsala fullveldinu. Fullveldi er hins vegar ekki einfalt hugtak og felur í sér innri og ytri hliðar, sem snúa að einkarétti okkar á málefnum innan landamæra landsins og rétt okkar til að taka þátt í alþjóðasamstarfi. Samkvæmt greinarhöfundi munum við með inngöngu í ESB ekki afsala okkar innra fullveldi. Öll ríki innan ESB hafa haldið sínu sjálfstæði og þjóðareinkennum. Af hverju ekki Íslendingar?

ESB-Ísland,,…svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð.” Svona lýkur ljóðinu ,,Hver á sér fegra föðurland” sem ort var í kringum 1944 þegar sjálfstæðisbarátta okkar Íslendinga stóð sem hæst. Okkur líkaði sú tilhugsun að vera ei öðrum þjóðum háð og gerðum við allt til þess að ná því takmarki og okkur tókst það.

Eftir mikla og umdeilda Icesave deilu hafa Evrópusambandsumræður stigið aftur fram á sjónarsviðið. Skiljanlega eru mjög misjafnar skoðanir hvað varðar ESB og aðildarviðræður Íslendinga. Margir vilja meina að við séum að afhenda fullveldi okkar til annarra landa og þar með því að gera lítið úr sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Andstæðingar ESB hafa nýtt sér sjálfstæðisbaráttu Íslendinga óspart og segja að með inngöngu í ESB séum við að afsala því fullveldi sem við öðluðumst á þeim tíma. Hins vegar þarf að átta sig á því að fullveldi er ekki bara fullveldi. Eiríkur Bergmann doktor í stjórnmálafræði segir fullveldi hafa á sér tvær hliðar, innri og ytri hlið. Innri hliðin er einkaréttur á málefnum innan eigin landamæra en ytri hliðin er sá réttur til að taka þátt í samstarfi ríkja á alþjóðavettvangi. Með inngöngu í ESB erum ekki að afsala innra fullveldi okkar, Ísland yrði því ekki háð öðrum þjóðum, við erum sjálfstæð og við getum séð um okkur sjálf. Öll ríki innan ESB hafa haldið sínu sjálfstæði og þjóðareinkennum. Af hverju ættum við ekki að geta það líka?

Þetta er því eiginlega ekki spurningin um að vera háð öðrum þjóðum. Samstarf við önnur lönd er mjög mikilvægt fyrir okkur Íslendinga til þess eins að við einangrumst ekki á litlu eyjunni okkar. Við erum nú þegar í miklum viðskiptum og samskiptum við önnur lönd. Við erum hluti af Sameinuðu Þjóðunum, NATO, við erum í EES og stór hluti regluverka ESB hefur nú þegar verið tekið upp hér á landi svo dæmi séu nefnd.

Nú eru breyttir tímar og við megum ekki alveg missa okkur í sjálfselsku og of mikilli þjóðernishyggju. Hnattvæðing nútímans hefur bara gert okkur Íslendingum gott. Við höfum opnað hug okkar fyrir nýjum tækifærum og vonandi höldum við því áfram.

Nú hefur Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skipað samninganefnd fyrir hönd Íslendinga í fyrirhuguðum aðildarviðræðum við ESB. Í nefndinni situr fólk úr öllum áttum og eru þau öll vel menntuð og reynslumikil á sínu sviði. Það verður mjög áhugavert að fylgjast með þeim og hvað framtíðin ber í skauti sér. Persónulega treysti ég því og trúi að samninganefndin muni gera sitt allra besta í að hugsa um hag okkar Íslendinga og geri það sem okkur er fyrir bestu.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið