Guðrún Jóna Jónsdóttir kjörin í stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar

Guðrún Jóna Jónsdóttir var um helgina kjörin í stjórn Kvennahreyfingar Safmylkingarinnar. Óska Ungir jafnaðarmenn henni til hamingju með kjörið.

Fjölmennt og vel heppnað ársþing kvennahreyfingar Samfylkingarinnar var haldið á Hótel Örk í Hveragerði um helgina. Kvennahreyfingin var stofnuð árið 2005 og fagnar því fimm ára afmæli á þessu ári. Nýr formaður kvennahreyfingarinnar var kjörin Elfur Logadóttir, lögfræðingur úr Kópavogi, en fráfarandi formaður, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingiskona, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Steinunni Valdísi voru þökkuð vel unnin störf. Guðrún Jóna Jónsdóttir, sem er fræðslustjóri í framkvæmdarstjórn Ungra jafnaðarmanna, var jafnframt kjörin í stjórn Kvennahreyfingarinnar og óska Ungir jafnaðarmenn henni til hamingju með kjörið.

Þokumst við á hraða snigilsins?
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum voru flutt kröftug og áhugaverð erindi undir yfirskriftinni „Þokumst við á hraða snigilsins?“ þar sem fjórir ólíkir stjórnendur, hver úr sínum geiranum, fjölluðu um þátttöku og fjölgun/fækkun kvenna í stjórnum fyrirtækja.
Frummælendur voru Hafdís Jónsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnurekstri, Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Auðar Capital, Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar.

Á þinginu var samþykkt var samþykkt ályktun undir yfirskriftinni Ekki veitir af! sem sjá má hér. Í ályktuninni segir meðal annars:

„Jafnrétti til launa er baráttumál sem brennur á samfélaginu. Ísland er í 50. sæti á lista World Economic Forum hvað varðar launajafnrétti kynjanna sem er algjörlega óviðunandi staða í lýðræðisríki sem kennir sig við jafnrétti. Fullu jafnrétti er ekki náð fyrr en fullu launajafnrétti verður komið á. Einn liður í því er stytting vinnutíma á Íslandi. Kvennahreyfingin brýnir allar konur hér á landi til að láta til sín taka á þessum vettvangi. Hér er verk að vinna!“

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand