Ársskýrsla UJM

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ var haldinn 22. febrúar sl. Baldur Ingi Ólafsson var kjörinn nýr formaður félagsins. Katrín Júlíusdóttir ávarpaði fundinn og Guðmundur Steingrímsson var fundarstjóri. Ályktanir frá fundinum má nálgast hér. Helga Dís Sigurðardóttir fyrrverandi varaformaður félagsins tók saman ársskýrsluna. Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ var haldinn 22. febrúar sl. Baldur Ingi Ólafsson var kjörinn formaður félagsins. Katrín Júlíusdóttir ávarpaði fundinn og Guðmundur Steingrímsson var fundarstjóri. Ályktanir frá fundinum má nálgast hér.

Helga Dís Sigurðardóttir fyrrverandi varaformaður félagsins tók saman ársskýrsluna.

__________________
Ársskýrsla UJM – aðalfundur 22. febrúar 2007

Stofnfundur Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ var haldinn þriðjudaginn 20. september 2005, kl. 20.00. Meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn voru þingmennirnir Valdimar Leó Friðriksson og Katrín Júlíusdóttir sem og Andrés Jónsson þáverandi formaður Ungra jafnaðarmanna. Fundurinn tókst í alla staði vel. Fyrstu stjórn Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ skipuðu:

  • Óskar Ingi Sigmundsson, formaður
  • Helga Dís Sigurðardóttir, varaformaður
  • Katrín Margrét Guðjónsdóttir, ritari
  • Kolbeinn Guðmundsson, gjaldkeri
  • Baldur Ingi Ólafsson, meðstjórnandi
  • Þórður Björn Sigurðsson, meðstjórnandi

Fundurinn lýsti annars vegar þungum áhyggjum af stöðu dagvistunarmála í Mosfellsbæ og samþykkti hins vegar ályktun þess efnis að stofnfundur UJ í Mosfellsbæ teldi ekki nægilega vel búið að ungu fólki í bænum.

Haustið 2005 lögðu stjórnarmeðlimir áherslu á hugmyndavinnu og að móta áherslur sínar. Á sama tíma tóku þeir virkan þátt í starfi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, svo sem blaðaútgáfu, nefndarstörfum og stefnumótun. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Eysteinn Sigurðsson bættust einnig í hóp meðstjórnenda.

Félagið lagði einnig sitt af mörkum til félagslífs Samfylkingarinnar og strax rúmum mánuði eftir stofnun félagsins, 28. október 2005 var öllum meðlimum Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ boðið heim til formanns UJM til að gæða sér á góðum mat og drykk og sitja á spjalli fram eftir kvöldi.

Á vormánuðum 2006 héldu UJM áfram að láta til sín taka í starfi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ sem og á landsvísu. Einnig komu meðlimir UJM að starfi Ungra jafnaðarmanna á landsvísu samhliða því að hlúa að innra starfi ungliðahreyfingarinnar og samþykkja meðal annars ófáar kjarnyrtar ályktanir. Að auki er vert að nefna:

  • Útgáfu blaðs UJM sem hlaut nafnið Almúginn. Út komu 2 tölublöð á vormánuðum, full af umfjöllun um bæjarmálin í bland við léttara efni. Bæði tölublöðin vöktu mikla athygli.
  • Menningarkvöld Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ, þar sem 3 rithöfundar lásu upp úr verkum sínum og meistarnema í mannfræði fjallaði um graffitilist og –menningu, auk þess sem sérlegur plötusnúður UJM þeytti skífum og bjó til fönk-stemmningu.
  • Fjölsótta fjölskylduskemmtun Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ sem UJM átti virkan þátt í að skipuleggja og gera að veruleika.
  • Tvö svokölluð „djammkvöld“ þar sem valinkunnir bæjarlistamenn héldu uppi stemmningu og ungir Mosfellingar skemmtu sér hið besta við spjall og gleði.
  • Fyrstu skipulögðu mótmælin sem vitað er um í Mosfellsbæ vegna ólýðræðislegra skilyrða sem Sjálfstæðisflokkurinn setti varðandi framboðsfund sem ætlaður var til kynningar á öllum flokkum. Mótmælin voru í samvinnu við Ung vinstri græn (ungliðum Framsóknarflokksins var einnig boðin þátttaka, en þeir afþökkuðu) og var þemað „eftirtektarverðar“ ályktanir Sambands ungra sjálfstæðismanna.

Á haustmánuðum 2006 var innra starf UJM með minna móti, m.a. vegna anna stjórnarmeðlima á öðrum vettvangi, en þess má geta að þrír af átta stjórnarmeðlimum hafa eignast börn síðan félagið var stofnað og tveir í viðbót eiga von á fjölgun í fjölskyldunni. Félagar tóku þó sem fyrr mikinn þátt í starfi Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ sem og Samfylkingarinnar og Ungra jafnaðarmanna á landsvísu.

Í dag á UJM einn varabæjarfulltrúa og fulltrúa í tveimur nefndum bæjarins. Meðlimir láta að sér kveða í pólitísku starfi innan bæjarins sem utan. Félagið hefur sýnt það og sannað að full þörf er á þátttöku ungs fólks í bæjarmálunum og í gegnum störf í félaginu opnast ungu fólki greið leið til að hafa áhrif á gang mála í Mosfellsbæ.

Fyrir hönd UJM,
Helga D. Sigurðardóttir
varaformaður

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið