Maðurinn sem sumir Bandaríkjamenn hafa uppnefnt Neville Chamberlain okkar daga heldur upp á árs afmæli í embætti í þessum mánuði. Hvað sem kverúlöntum líður þá er óhætt að segja að José Luis Rodrigues Zapatero hafi fært með sér ferska strauma inn í hringiðju evrópskra stjórnmála og í augum kjósenda sinna er hann maður aðgerða og umbóta meira en nokkuð annað. Maðurinn sem sumir Bandaríkjamenn hafa uppnefnt Neville Chamberlain okkar daga heldur upp á árs afmæli í embætti í þessum mánuði. Hvað sem kverúlöntum líður þá er óhætt að segja að José Luis Rodrigues Zapatero hafi fært með sér ferska strauma inn í hringiðju evrópskra stjórnmála og í augum kjósenda sinna er hann maður aðgerða og umbóta meira en nokkuð annað.
Á þessu eina ári í embætti hefur Zapatero náð að efna sín helstu kosningaloforð: kallað alla spænska hermenn heim frá Írak, yfirstigið hindranir sem fyrirrennari hans í embætti, Jose Maria Aznar, setti og gerði Spánverjum ómögulegt að kjósa um nýja stjórnarská Evrópusambandsins. Zapatero hefur skorið upp herör gegn íslömskum hryðjuverkasamtökum sem hefur leitt af sér rúmlega 100 handtökur. En það sem meira máli skiptir eru þær félagslegu breytingar sem ríkisstjórn Zapatero hefur hrint í framkvæmd á skömmum tíma: vígð sambúð samkynhneigðra og réttur þeirra til ættleiðingar hefur nú verið lögfestur, ný og strangari löggjöf um heimilisofbeldi var samþykkt og langvarandi greiðslum til kaþólsku kirkjunnar hætt -með það fyrir augum að skapa raunverulegan aðskilnað ríkis og kirkju. Sumir sjá þessar breytingar sem vinstrisinnaða forræðishyggju en aðrir líta á þetta sem fyrstu raunverulegu skrefin í því að uppfylla mannréttindarákvæði stjórnarskrár landsins frá árinu 1978. Og um leið að afmá með öllu fingraför Fracos af stjórnkerfi landsins en afi Zapateros var einn af þeim hunduðum þúsunda sem voru myrtir í tíð einræðisherrans.
Það er óhætt að segja að fyrsta ár Zapateros í embætti hafi verið ævintýri líkast og jafnvel einstakt. Árið hefur verið uppfullt af pólitískum sigrum, stórum sem smáum en það sem skiptir kannski meira máli er hversu djúpar og víðtækar breytingarnar virðast vera að eiga sér stað í þessu rammkaþólska og íhaldssama ríki.
Jafrétti kynjanna
Þolraunir kvenna í landinu hafa verið með ólíkindum. Í tíð Francos, eða til ársins 1975, var réttarstaða kvenna engin. Þær gátu hvorki unnið utan heimilis né opnað bankareikning án leyfis frá eiginmanni sínum eða föður. Skilnaður var ólöglegur sem og tæknifrjóvgun og ekki var litið á heimilisofbeldi sem glæp. Þegar Franco féll frá fór landið að mildast og var jafnrétti með lögum komið á með nýrri stjórnarskrá árið 1978: skilnaður var lögleiddur árið 1981 en krafðist þess þó að parið væri skilið að borði og sæng í ár áður en hægt var að skilja að fullu. Árið 2003 voru helmingi fleiri atvinnulausar konur en karlar í landinu. Í fyrra gagnrýndi Amnesty International Aznar-stjórnina fyrir að gera ekkert í heimilisofbeldi sem hafði deytt rúmlega 350 konur árlega.
Í kosningabaráttunni hafði Zapatero lofað jöfnum kynjahlutföllum í ríkisstjórn sinni -ekkert smá loforð í þessu helsta höfuðbóli karlrembunnar, loforð sem Marta Oritiz, forseti spænsku aðildasamtaka evrópsku kvennréttindasamtakanna, sagðist hafa heyrt mörgum sinnum áður. Ortiz hafði unnið með kvennahreyfingunni frá dauða Francos og segir að ,,reynslan hafði kennt okkur að kosningaloforð sem þessi voru alltaf svikin. En um leið og Zapatero komst til valda gerði hann það sem hann hafði lofað.” 8 af 16 ráðherrum Zapateros eru konur og reyndar gekk hann skrefinu lengra og útnefndi konu sem varaforsetaefni sitt, í fyrsta sinn í sögu Spánar. Með þessum tilnefningum var Spánn skyndilega orðið einungis eitt tveggja ríkja Evrópu til að ná kynjajafnrétti í æðstu embættum stjórnkerfisins.
Zapatero fylgdi þessum tilnefningum eftir með nýrri heildstæðri löggjöf gegn kynbundnu ofbeldi sem var fysta frumvarpið frá nýrri ríkisstjórn hans. Litið var á löggjöfina sem grunnstoð í jafnréttisbaráttunni og bylti réttarstöðu þeirra kvenna sem börðust gegn heimilisofbeldi. Refsirammar voru þyngdir og aðstoð við fórnarlömbin bæði í dóms- og framkvæmdavaldinu bætt með aukum fjölda lögreglumanna og starfsmanna réttarkerfisins sem var falið að sjá um þessi mál, félags- og fjárhagsleg réttindi aukin sem ól reyndar af sér gagnrýni frá íhaldsflokkunum sem héldu því fram að löggjöfin bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. En þegar tekið var tillit til þeirra hunduða kvenna sem létust af völdum heimilisofbeldis ár hvert voru slíkar raddir flótt kveðnar niður og frumvarpið varð að lögum nú 7. febrúar. Auk þess voru samþykkt ný lög um skilnað þar sem ákvæðinu um árs biðtíma var eytt, þar sem stór hluti heimilisofbeldisins á sér stað á þeim tíma.
Réttindi samkynhneigðra
Konur hafa ekki verið einar um að njóta ávaxta ríkisstjórnar Zapatero. Í tíð Francos var litið á samkynhneigð sem glæp og geðsjúkdóm, og þeir sem voru ásakaðir um slíkt líferni voru annaðhvort fangelsaðir eða settir á hæli. Við endalok Franco-tímabilsins skaut upp kollinum ,,movida” hreyfingin sem Pedro Almodavar hefur gert góð skil í sínum myndum. Hreyfingin ól á umburðalyndi gagnvart samkynhneigðum en það er ekki fyrr en nú í tíð Zapatero sem þetta umburðalyndi fær náð fyrir augum ríkisstjórnar landsins. Í október varð Spánn eitt þriggja landa í Evrópu til að leyfa vígða sambúð samkynhneigðra og veita þeim öll þau réttindi sem því fylgja m.a. réttindi til ættleiðingar, erfðar, eftirlauna og ríkisborgarétt.
Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir stuðning við rétt samkynhneigðra til að ganga í vígða sambúð en vill ekki leyfa ættleiðingu. Hún segir að þetta frumkvæði sosíalista, flokks Zapatero, sé pólitískur popúlismi af vestu sort og þeir ættu að vita betur. Pedro Serolo, meðlimur í framkvæmdastjórn sósíalistaflokksins og einn helsti talsmaður samkynhneigðra í réttindabaráttu þeirra, segir ,,Spáverjar eru loks að viðurkenna eigin fjölbreytileika og leysa sjálfa sig undan viðjum fornrar heimsýnar.” Zapatero vill meina að þessi löggjöf muni loks veita öllum þegnum landsins þau mannréttindi sem kveðið er á um í stjórnarskránni frá 1978.
Kaþókska kirkjan
Zapatero hefur reynt að nálgast málefni kaþólsku kirkjunnar með sama hætti. Nokkrum dögum eftir kosningasigur sósíalista var því slegið á frest að taka upp umdeilda löggjöf f.v. stjórnar sem kvað á um kristnifræðikennslu í almenningsskólum. Nokkrum mánuðum seinna kynnti ríkisstjórnin heildstæða lausn á því hvernig aðskilja ætti að fullu ríki og kirkju eins fljótt og auðið væri. Kaþólska kirkjan myndi framvegis hvorki njóta félagslegs né fjárhagslegs stuðnings frá stjórn landsins fram yfir önnur trúfélög.
Í landi þar sem stjórnarskráin kveður á um trúfrelsi og bannar ríkinu að hyggla einni trú fram yfir aðra ættu aðgerðir Zapatero ekki að vekja mikla athygli en ef litið er til sögu landsins og ítök kaþólsku kirkjunnar í gegnum aldirnar, ekki síst á tímum Franco, þá eru þær í raun stórmerkilegar. Kaþólska kirkjan lagði blessun sína yfir einræðisherrann og stjórn hans. Það var gert til að verjast ágangi lýðræðisstjórnar landsins, þeirrar sem Franco steypti. Lýðræðsstjórnin vildi minnka eignir og ítök kirkjunnar. Franco sá sér þarna leik á borði og kirkjan varð hans helsti bandamaður. Kaþólskan var kirfilega fest í sessi sem þjóðtrú landsins og prestar og nunnur voru fengin til að sjá um þau fangelsi sem hýstu pólitíska andófsmenn.
Í október á síðasta ári var það ljóst að Zapatero-stjórnin myndi fara enn lengra í að skilja að ríki og krikju. Fyrsta uppkast af nýju frumvarpi kvað á um mikilvægi þess gera ekki upp á milli trúfélaga og tilskipun um að taka niður öll trúartákn af opinberum stöðum, s.s. skólastofum, og sjá til þess að einni trú sé ekki hampað fram yfir aðra í skólabókum. Auk þess var skorið á framlög til kaþólsku kirkjunnar um 3.5 billjónir evra.
Þessar aðgerðir samhliða jafnréttisbaráttu kvenna og samkynhneigðra hefur gert kirkjuna æfa. Áður en Jóhannes Páll II féll frá notaði hann hvert tækifæri sem gafst til að skamma ríkisstjórn Spánar. Zapatero-stjórnin hefur á móti haldið því fram að sérréttindi kaþólsku kirkjunnar hafi verið þrándur í götu hvers kyns jafnréttis- og mannréttindabaráttu.
Á alþjóðavettvangi
Á alþjóðavettvangi hefur Zapatero hafnað gömlu leikreglunum en þegar hann kallaði hermenn sína heim frá Írak, hafnaði hann um leið þeirri hernaðarhyggju sem hafði einkennt utanríksstefnu landsins frá tímum Franco. Með þessu var Zapatero einfaldlega að efna eitt af kosningaloforðum sínum en rúmlega 90% Spánverja voru andsnúin stríðinu í Írak og hann sýndi það í verki að hann, ólíkt forrenara sínum, hlustar á vilja almennings.
Nokkrum vikum eftir kosningarnar varð Evrópusambandið vettvangur byltingarsinnans Zapatero. Stjórn hans samþykkti kosningakerfi sem gaf þjóð hans örlítið minna vægi innan stofnunarinnar en leysti um leið úr þeim hnúti sem hafði verið milli ESB og Spánar. 20. febrúar var Spánn síðan fyrst ríkja til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá ESB, þar sem 77% Spánverja voru henni fylgjandi. Viku áður hafði Zapatero skrifað leiðara í El Pais þar sem hann minntist þess að einræðisstjórn landsins hafði á árum áður haldið þjóðinni utan samrunaferlisins í Evrópu. Um leið og hann hvatti landa sína til að kjósa með stjórnarskránni skrifaði hann: ,,Ég er sannfærður að spænska þjóðin mun -líkt og svo oft áður á síðustu árum -sýna fram á þroska lýðræðisins í landinu.”
Greinin er byggð á ,,Zapatero Steps Up” eftir Geoff Pingree og Lisu Abend sem birtist í apríl útgáfu The American Peospect. Jens Sigurðsson, þýddi og endursagði fyrir vef framtíðarhóp Samfylkingarinnar.