Af réttlæti og ranglæti

Ég, eins og svo margir í þessu samfélagi, þóttist þess fullviss að Hæstiréttur myndi taka á þessu máli af sanngirni og konan myndi fá uppreisn æru. Önnur varð þó raunin, þar sem Ólafur Börkur og Ingibjörg staðfestu dóm Héraðsdóms Reykjaness, en Jón Steinar skilaði séráliti, þar sem hann mæltist til þess að dómurinn væri mildaður og maðurinn einungis dæmdur til 30 daga skilorðsbundinnar afplánunar. Afhverju? Jú, Jón Steinar taldi fjölmiðlaumfjöllun um málið hafa verið svo óvægna og valdið manninum það miklum miska að ekki væri annað hægt en að draga það frá dómnum í héraði. Á leið minni heim úr vinnu í gær hlustaði ég sem endranær á þátt Illuga Jökulssonar, Á kassanum. Skyndilega varð mér svo bylt við að ég missti nærri stjórn á bílnum.

Illuga hefur í gegnum tíðina tekist að reita margan manninn til reiði, en það voru þó ekki orð hans sem höfðu þessi áhrif á mig í þetta skiptið, heldur það sem hann var að greina frá.

Já, Illugi var að gera grein fyrir dómum Hæstaréttar í dag, sem voru nokkrir. Verið var að milda dóm yfir strákunum sem fengu smápening hjá Símanum til að gefa okkur þessa fínu sjónvarpsstöð frítt í nokkur ár. Ég get nú ekki sagt að það hafi farið mikið fyrir brjóstið á mér, né heldur að það hafi verið að staðfesta dóminn yfir vitleysingunum sem reyndu að fela hann Vætas í Neskaupstaðarbryggju.

Nei, það sem reiddi mig svona óskaplega var þriðji dómurinn sem féll í Hæstarétti í dag, dómur þeirra Ólafs Barkar Þorvaldssonar, Ingibjargar Benediksdóttur og Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Reyndar er rangt af mér að segja að þetta hafi verið dómur þeirra þriggja þar sem Jón Steinar skilaði séráliti en ég vík að því síðar.

Málið varðar þá hrottalegu líkamsárás sem átti sér stað suður með sjó fyrir rúmu ári, þegar maður réðst með fólskulegum hætti að eiginkonu sinni og veitti henni lífshættulega áverka á hálsi, kastaði henni til og frá um íbúðina þeirra, þar til hún gat flúið af heimilinu út á götu þar sem henni var komið til bjargar.

Málið var lögfest í Héraðsdómi Reykjanes en dómurinn sem þá féll olli víða hneykslan. Verjandinn fékk einungis þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og sú staðreynd að konan var talin hafa reitt manninn til reiði var notuð til refsilækkunar. Rétturinn var þar með í raun að segja að konan hafi með einhverju móti átt þessar barsmíðar skilið!

Ég, eins og svo margir í þessu samfélagi, þóttist þess fullviss að Hæstiréttur myndi taka á þessu máli af sanngirni og konan myndi fá uppreisn æru. Önnur varð þó raunin, þar sem Ólafur Börkur og Ingibjörg staðfestu dóm Héraðsdóms Reykjaness, en Jón Steinar skilaði séráliti, þar sem hann mæltist til þess að dómurinn væri mildaður og maðurinn einungis dæmdur til 30 daga skilorðsbundinnar afplánunar. Afhverju? Jú, Jón Steinar taldi fjölmiðlaumfjöllun um málið hafa verið svo óvægna og valdið manninum það miklum miska að ekki væri annað hægt en að draga það frá dómnum í héraði.

Nú er ég ekki lögfróður maður en ég sé ekki hvað hægt er að milda þennan dóm meira en orðið er. Maðurinn hlýtur enga vistun og ekki sé ég hvað einn, tveir eða þrír mánuðir í skilorði skipta hér máli?

Það sem er þó merkilegast hér er sú pólitík sem lesa má í þessa dóma. Ekki verður hjá því komist að minna á að Ólafur Börkur og Jón Steinar hafa nýlega hlotið stöðu við réttinn með skipunum sem hafa valdið þó nokkrum usla í þjóðfélaginu.

Með séráliti sínu er Jón Steinar í raun að gefa í skyn að það geti verið til refsilækkunar að fjölmiðlar fjalli á óvæginn hátt um dómsmál -og að þeir séu þá orðnir að einhverskonar afplánunartæki dómsvaldsins?

Þarna þykir mér Hæstiréttur kominn á hálan ís. Vinir og vandamenn Davíðs Oddssonar verða að skilja milli lögfræði og pólitíkur. Þessum skrípaleik verður að lynna.

Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand