Anna Pála endurkjörin formaður Ungra jafnaðarmanna

Anna Pála Sverrisdóttir var endurkjörin formaður Ungra jafnaðarmanna á landsþingi hreyfingarinnar um helgina. Meðal þess sem samþykkt var á þinginu var að Ungir jafnaðarmenn vilja að björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði miðist við hagsmuni almennings og að hætt verði að líta á Seðlabanka Íslands sem hvíldarheimili fyrir lífsþreytta stjórnmálamenn.


Anna Pála Sverrisdóttir var endurkjörin formaður Ungra jafnaðarmanna á landsþingi hreyfingarinnar um helgina.

Á þinginu voru líflegar pólitískar umræður en það var haldið undir yfirskriftinni “Okkar er að breyta – markmiðið er velferð”.

Meðal þess sem samþykkt var á þinginu var þetta:

  • Ungir jafnaðarmenn vilja að björgunaraðgerðir á fjármálamarkaði miðist við hagsmuni almennings og að hætt verði að líta á Seðlabanka Íslands sem hvíldarheimili fyrir lífsþreytta stjórnmálamenn. UJ vilja faglegan seðlabanka, takk!
  • UJ krefjast tafarlausra aðildarviðræða við Evrópusambandið og upptöku evru eins fljótt og auðið er.
  • UJ taka almenningssamgöngur fram yfir einkabílinn.
  • UJ ítreka andstöðu sína við mengandi stóriðju og vara við því að reynt verði að leysa þann efnahagsvanda sem Íslendingar standa nú frammi fyrir með því að pissa í skóinn í umhverfismálum. Ráðherrar Samfylkingarinnar sem heimsóttu þingið voru minntir á það.
  • UJ krefjast bættrar aðstöðu fyrir kvenfanga, strax. UJ telja aðstæður í Kópavogsfangelsi ólíðandi og að umbætur í málefnum kvenfanga þurfi að ganga miklu hraðar.
  • UJ vilja ein hjúskaparlög og hvetja stjórnvöld til að innleiða „sænsku leiðina“ í baráttunni gegn útbreiðslu vændis og mansals, þannig að refsiábyrgð sé færð frá seljanda til kaupanda vændisins.
  • UJ hvetja fólk til að vera á varðbergi gagnvart verðhækkunum og stunda ötulan verðsamanburð. Á tímum mikilla gengissveiflna og verðbólgu er nauðsynlegt að neytendur séu varir um sig, fylgist með verðkönnunum og láti fyrirtæki ekki komast upp með óréttláta verðlagningu. Fleiri ályktanir sem stuðla að ábyrgari neyslu voru samþykktar á þinginu í tengslum við neytendaherferð UJ sem nú stendur yfir.
  • Samþykkt var að helga næsta starfsár UJ umhverfismálum og baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Sérstakur gestur þingsins var Eskil Pedersen, varaformaður ungliðahreyfingar norska Verkamannaflokksins. Hreyfingin hefur lagst gegn frekari olíuleit við Noregsstrendur og beitir norska verkamannaflokkinn miklum þrýstingi þess vegna. Eskil ræddi mikilvægi umhverfismála, og að við höfum ekki lengur tíma til að fresta aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Einnig að við getum ekki haldið áfram að ganga á auðlindir jarðarinnar í því skyni að gera ríkari lönd jarðarinnar enn ríkari.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand