Afmæli UJ

Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar – Ungir jafnaðarmenn – var stofnuð 11. mars fyrir tæpum sjö árum. Haldið verður upp á afmælið laugardagskvöldið 10. mars nk. við Túngötu í Reykjavík. Nánari staðsetnig og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar – Ungir jafnaðarmenn – var stofnuð 11. mars fyrir tæpum sjö árum. Á fjölmennum stofnfundi í Iðnó þar sem Oddný Sturludóttir var fundarstjóri var kjörin 11 manna bráðabirgðastjórn til 6 mánaða.
 
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson var fyrsti formaður hreyfingarinnar. Í viðtali við Morgunblaðið eftir stofnfundinn sagði Vilhjálmur að með stofnun Ungra jafnaðarmanna rætist langþráður draumur. ,,Ungt fólk hefur lengi haft forgöngu um sameiningu vinstrimanna og nú þegar verið er að fara að stofna stóran jafnaðarmannaflokk er unga kynslóðin enn á ný á undan þeim sem eldri eru.”
 
Samfylkingin var formlega stofnuð rúmum tveimur mánuðum síðar í Borgarleikhúsinu – 5. maí 2000.
 
Haldið verður upp á afmælið laugardagskvöldið 10. mars nk. við Túngötu í Reykjavík. Nánari staðsetnig og dagskrá verður auglýst þegar nær dregur.
 
Takið daginn frá kæru félagar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand