[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn vilja ungt fólk í forystu

Ungir jafnaðarmenn skora á jafnaðar- og félagshyggjufólk um land allt að tryggja aðkomu ungs fólks á alla framboðslista flokksins. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hvetja ungliða og ungt fólk hvar í flokki sem það stendur til dáða í aðdraganda komandi þingkosninga og þegar valið verður á framboðslista stjórnmálaflokkanna.

Undanfarin ár hefur ungu fólki í Samfylkingunni verið treyst og þeim verið falin fjölmörg ábyrgðarhlutverk og það er von Ungra jafnaðarmanna að áframhald verði á því. Nauðsynlegt er að ungliðar skipi sæti ofarlega á framboðslistum Samfylkingarinnar og endurspegli sem best flokksfélaga sem og þjóðfélagið, en verði ekki einungis hafðir sem punt eða önnur uppfylling. Ungir jafnaðarmenn skora á jafnaðar- og félagshyggjufólk um land allt að tryggja aðkomu ungs fólks á alla framboðslista flokksins.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið