[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn telja forgangsröðun RÚV ranga varðandi starfslokasamninga

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, lýsa furðu sinni á því að Ríkisútvarpið skuli ætla að gera starfslokasamning við mann sem hætti við að þiggja starf hjá stofnuninni. Svo virðist sem einstaklingar geti nú afþakkað starf og síðan fengið starfslokasamning án þess einu sinni að hafa ritað undir ráðningarsamning. Slíkt telst vera nýlunda í starfsmannamálum hins opinbera. Ályktun 8.apríl, 2005

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, lýsa furðu sinni á því að Ríkisútvarpið skuli ætla að gera starfslokasamning við mann sem hætti við að þiggja starf hjá stofnuninni. Svo virðist sem einstaklingar geti nú afþakkað starf og síðan fengið starfslokasamning án þess einu sinni að hafa ritað undir ráðningarsamning. Slíkt telst vera nýlunda í starfsmannamálum hins opinbera. Eitt verður yfir alla að ganga að mati Ungra jafnaðarmanna og ekki á að vera hægt að greiða út opinbert fé eftir einhverjum dyntum. Skattgreiðendur eiga ekki að borga brúsann af klúðri stjórnvalda í fréttastjóramálinu.

Ungir jafnaðarmenn óttast að ákvörðun stjórnenda RÚV gæti haft fordæmisgildi þegar kemur að ráðningu starfsmanna hjá hinu opinbera. Slíkt fordæmi gæti hrundið af stað skriðu starfslokasamninga við einstaklinga sem sækja um starf hjá hinu opinbera en hætta svo við. Ungir jafnaðarmenn vekja athygli á því að engin lög gilda í landinu um starfslokasamninga þrátt fyrir að ákveðin hópur þjóðfélagsins virðist telja sig eiga rétt á þeim. Ungir jafnaðarmenn hvetja hið opinbera til þess að fara varlega með almannafé. Einnig er nauðsynlegt að staðið verði faglega að ráðningarmálum RÚV í framtíðinni og lögum verði fylgt í hvívetna.

Ungir jafnaðarmenn eru þó tilbúnir að sjá í gegnum fingur sér og styðja það að gerður verði starfslokasamningur við núverandi útvarpsstjóra. Ef menn telja að starfslokasamningar eigi yfirleitt rétt á sér, þá hljóta þeir einmitt að eiga við í tilvikum manna eins og útvarpsstjóra sem setið hafa árum saman í embættum sínum. Slíkur starfslokasamningur, sanngjarn og hóflegur, yrði að mati Ungra jafnaðarmanna líklegri en nokkuð annað til að skapa frið innan þessarar mikilvægu stofnunar, eftir allt sem á undan er gengið.

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand