[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn hvetja Ágúst Ólaf til að gefa kost á sér til embættis varaformanns Samfylkingarinnar

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, hvetur Ágúst Ólaf Ágústsson til að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundinum í maí. Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, hvetur Ágúst Ólaf Ágústsson til að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundinum í maí.

Ungir jafnaðarmenn telja að Ágúst Ólaf Ágústsson hafi sýnt með frammistöðu sinni á Alþingi að þar fari þroskaður stjórnmálamaður með mikið erindi inn á vettvang stjórnmálanna. Ágúst Ólafur hefur þrátt fyrir ungan aldur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan flokksins og er annálaður fyrir dugnað og afbragðs samstarfshæfileika. Fengur yrði að slíkum manni í embætti varaformanns sem meðal annars ber ábyrgð á innra starfinu í flokknum.

Ungir jafnaðarmenn telja mikilvægt fyrir Samfylkinguna á þessum tímamótum að leiða nýtt fólk inn í forystu flokksins. Það væru sterk skilaboð að kjósa Ágúst Ólaf sem starfað hefur, eins og svo margt annað samfylkingarfólk, allan sinn stjórnmálaferill innan eins flokks, Samfylkingarinnar.

Ágúst Ólafur er hógvær en skeleggur þingmaður sem sett hefur á dagskrá ýmis brýn mál eins og málefni ungra fanga, afnám fyrningarfrests á kynferðisbrotum gegn börnum, varnir gegn þunglyndi eldri borgara og málefni geðfatlaðra. Hann er maður sem er trúr sinni sannfæringu og yrði án nokkurs vafa öflugur varaformaður Samfylkingarinnar.

Ungir jafnaðarmenn vona að Ágúst Ólafur svari kalli þeirra fjölmörgu sem vilja sjá hann bjóða sig fram á landsfundinum. Það er kominn tími á nýja kynslóð í íslenskum stjórnmálum.

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur