[Ályktun] UJR lýsa yfir mikilli ánægju með fyrirhugaða lækkun leikskólagjalda

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík (UJR) lýsa yfir mikilli ánægju með áform borgaryfirvalda um að fella niður leikskólagjöld fyrstu 7 stundirnar á dag á næstu árum. Ungir jafnaðarmenn telja þó afar brýnt að tímagjald fyrir umframstundir hækki ekki frá því sem nú er þrátt fyrir þessa breytingu, enda er það ljóst að langflestir foreldrar munu áfram hafa börnin sín í 8-9 tíma vistun. Í kvöld samþykkti stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík eftirfarandi ályktun:

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík (UJR) lýsa yfir mikilli ánægju með áform borgaryfirvalda um að fella niður leikskólagjöld fyrstu 7 stundirnar á dag á næstu árum. Ungir jafnaðarmenn telja þó afar brýnt að tímagjald fyrir umframstundir hækki ekki frá því sem nú er þrátt fyrir þessa breytingu, enda er það ljóst að langflestir foreldrar munu áfram hafa börnin sín í 8-9 tíma vistun. UJR vona að lækkun leikskólagjalda sé byrjunin á enn betri leikskóla og í náinni framtíð sjá UJR fyrir sér að skólaskylda verði færð niður um eitt ár.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja einnig að skilyrðislaust beri að stefna að því að allir foreldrar geti komið börnum sínum í heilsdagsvistun ekki síðar en við eins árs afmælisdag þeirra. UJR benda sérstaklega á mikilvægi þess að hraða uppbyggingu leikskólaplássa í borginni til þess að ná megi þessu marki, en einnig til að koma til móts við þá fjölgun sem
væntanlega mun verða á leikskólum í borginni samfara lækkun leikskólagjalda.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja að veruleg lækkun leikskólagjalda og áframhaldandi uppbygging leikskólanna sé stórt framfaraspor fyrir íslenskt samfélag. UJR vona að samstaða náist meðal allra flokka um lækkun gjaldanna, eins og varð á Þingi unga fólksins 11.-13. mars síðastliðinn. Þá vonast UJR til þess að samkomulag takist milli ríkis og sveitarfélaga með hvaða hætti sé hægt að tryggja að öll sveitarfélög hafi bolmagn til þess að lækka gjöldin og breyta íslensku samfélagi til hins betra.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand