[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn styðja þingsályktunartillögu um lagaákvæði sem sporna við heimilisofbeldi

Ungir jafnaðarmenn fagna þingsályktunartillögu um lagaákvæði um heimilisofbeldi sem nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fyrir á Alþingi. Kynbundið ofbeldi er meðal algengustu mannréttindabrota í heiminum og það á sér því miður stað í öllum samfélögum. Þrátt fyrir það er hvergi minnst á heimilisofbeldi í löggjöf hér á landi. Þessi brotaflokkur hefur fallið á milli skips á báru í núverandi kerfi. Því vilja Ungir jafnaðarmenn breyta. Ungir jafnaðarmenn fagna þingsályktunartillögu um lagaákvæði um heimilisofbeldi sem nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fyrir á Alþingi. Kynbundið ofbeldi er meðal algengustu mannréttindabrota í heiminum og það á sér því miður stað í öllum samfélögum. Þrátt fyrir það er hvergi minnst á heimilisofbeldi í löggjöf hér á landi. Þessi brotaflokkur hefur fallið á milli skips á báru í núverandi kerfi. Því vilja Ungir jafnaðarmenn breyta.

Ungir jafnaðarmenn telja að heimilisofbeldi megi ekki líðast í skjóli friðhelgi heimilis og einkalífs. Löggjafinn þarf að nota öll möguleg úrræði til að ná utan um þessi alvarlegu brot.

Ungir jafnaðarmenn telja afar brýnt að skoða vandlega með hvaða hætti unnt er að skilgreina heimilisofbeldi þannig að fagaðilar, lögregla og dómstólar geti með ákveðnum hætti tekið á þessu brotum. Það skiptir miklu að skilgreining brota sé nákvæm og skýr, enda er skýrleiki refsiheimilda forsenda þess að þeim verði beitt.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand