[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn benda ríkisstjórninni á nokkra álitlega sparnaðarkosti til að mæta skattalækkunum og sporna gegn þenslu

Í trausti þess að ríkisstjórnin standi við yfirlýsingar sínar um að ekki verði skorið niður í almannaþjónustu þrátt fyrir boðaðar skattalækkanir, vilja Ungir jafnaðarmenn benda á nokkrar aðrar sársaukaminni leiðir til að skera niður útgjöld ríkissjóðs. Í trausti þess að ríkisstjórnin standi við yfirlýsingar sínar um að ekki verði skorið niður í almannaþjónustu þrátt fyrir boðaðar skattalækkanir, vilja Ungir jafnaðarmenn benda á nokkrar aðrar sársaukaminni leiðir til að skera niður útgjöld ríkissjóðs.

– Fækka sendiráðum Íslands erlendis úr 16 í 9. (Fjölmörg sendiráð eru orðin óþörf t.d telja UJ ekki nauðsynlegt að hafa sendiráð á öllum Norðurlöndunum)

– Fækka þingmönnum úr 63 í 51. (Taka til athugunar að fækka þeim svo enn frekar í öðrum áfanga)

– Fækka ráðherrum úr 12 í 9. (Bæði er skynsamlegt að endurskoða skipulag og verkaskiptingu milli ráðuneytana og síðan er út í hött að ráðherrum hafi verið fjölgað aðeins til að svala metnaði nokkurra stjórnmálamanna)

– Fækka sýslumannsembættum. (Það er ekki hagkvæm stjórnsýsla að sýslumannsembætti séu þetta mörg. Það er ríkisstjórninni til skammar að þarna hafi ekki verið hagrætt fyrr)

– Hrinda í framkvæmd áætlun um að lækka ferða- og risnukostnað stofnana ríkisins um 15 % á ári næstu þrjú árin t.d. með því að fækka ríkisstarfsmönnum sem fljúga á Saga Class og með því að beina viðskiptum í auknum mæli til lággjaldaflugfélaga.

– Gera landið að einu kjördæmi. (Þannig má að mati UJ spara milljarða króna sem tapast árlega vegna óhagkvæmrar byggðastefnu og kjördæmapots. Fyrir utan það að jafnt vægi atkvæða allra Íslendinga er eitt helsta réttlætismál samtímans)

Ungir jafnaðarmenn eru reiðubúnir að aðstoða ríkisstjórnina við að finna margar fleiri leiðir til að spara í útgjöldum. Með því að nýta fé skattgreiðenda betur gæti ríkisstjórnin ekki aðeins mætt kröfum hagfræðinga um að skattalækkunum fylgi aukið aðhald heldur einnig fundið fé til að fjárfesta í fjársveltu menntakerfi, styrkja tekjustofna sveitarfélaga og efla félagslega þjónustu.

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand