[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn skora á Skeljung að skammast sín

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, skora á olíufélagið Skeljung að skammast sín fyrir ósvífnar hótanir sínar í garð Kópavogsbæjar. Af bréfi því sem fyrirtækið sendi bænum, vegna úthlutunar lóðar til Atlansolíu í grennd við stöð Skeljungs, má ráða að ekkert hafi verið að marka afsökunarbeiðnir þær sem fyrirtækið sendi út í kjölfar afhjúpunar á samsæri þeirra gegn neytendum sem talið er að hafi numið að minnsta kosti 40 milljörðum króna. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, skora á olíufélagið Skeljung að skammast sín fyrir ósvífnar hótanir sínar í garð Kópavogsbæjar. Af bréfi því sem fyrirtækið sendi bænum, vegna úthlutunar lóðar til Atlantsolíu í grennd við stöð Skeljungs, má ráða að ekkert hafi verið að marka afsökunarbeiðnir þær sem fyrirtækið sendi út í kjölfar afhjúpunar á samsæri þess gegn neytendum sem talið er að hafi numið að minnsta kosti 40 milljörðum króna.

Óskammfeilnin sem birtist í framkomu Skeljungs hefur reitt Unga jafnaðarmenn til reiði. Hallærislegur fyrirsláttur Skeljungs og vísun í meintan áhuga sinn á umferðaröryggi gerir einungis illt verra. Fyrirtækið hlýtur að sjá sóma sinn í draga bréf sitt til baka og skammast sín loks ærlega og rækilega, enda hafi hugur augsýnilega ekki fylgt máli á sínum tíma.

Lóðir undir bensínstöðvar eru takmörkuð gæði og er það ein ástæða þess hve vöxtur nýrra olíufélaga hefur verið hægur. Nú þegar að Atlantsolíu hefur verið úthlutað lóð við hlið Skeljungs ætti samkeppnin loksins að fara að skila sér almennilega til neytenda enda munu þá fleiri eiga gott með að nálgast bensín þar sem það er ódýrast. Ungir jafnaðarmenn fagna ákvörðun Kópavogsbæjar og hvetja önnur sveitarfélög til að fylgja fordæmi bæjarins og hraða skipulagi og úthlutun á lóðum til nýrra aðila á bensínmarkaði.

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand