[Ályktun] Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi beinir því til framboða Samfylkingarinnar fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar að ungt fólk verði í lykilsætum á framboðslistum flokksins. Það er mikilvægt að framboðslistarnir endurspegli viðhorf og sjónarmið ungs fólks til mótvægis við bjór og pitsu menningu annarra flokka. Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi héldu aðalfund sinn á fimmtudaginn í seinustu viku. Á fundinum var á eftirfarandi ályktun samþykkt

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi beinir því til framboða Samfylkingarinnar fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar að ungt fólk verði í lykilsætum á framboðslistum flokksins. Það er mikilvægt að framboðslistarnir endurspegli viðhorf og sjónarmið ungs fólks til mótvægis við bjór og pitsu menningu annarra flokka.

Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi styðja tillögur um sameiningu sveitarfélaga. Grundvöllur sameiningar eru hinsvegar að ríkið rétti hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Fundurinn skorar á ríkisvaldið að leiðrétta tekjuskiptinguna hið fyrsta svo að eðlilegar sameiningar geti átt sér stað sem fyrst en það er að mati fundarins mikilvægur þáttur í því að efla mannlíf á landsbyggðinni.

Í sameinuðum sveitarfélögum býr mikið afl og í hugum ungs fólks er t.d. Suðurland allt eitt svæði en markast ekki af gömlum stjórnsýslumörkum fyrri alda.

Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á það að starfsnám framhaldsskólanna verði eflt verulega og samræmd próf í framhaldsskólum verði lögð af og hætt að nota þau. Samræmd stúdentspróf eyðileggja fjölbreytni skólanna og gera þá einsleita. Auk þess að vera vondur mælikvarði á námshæfi nemenda.

Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi harma það hve metnaðarlaus yfirvöld menntamála eru og skora á ráðherra menntamála að beita sér fyrir því að farið verði í verulegar fjárfestingar í menntakerfinu, á öllum stigum þess.

Menntamálin eru hornreka hjá ríkisvaldinu og hafa verið um árabil. Það er kominn tími til að snúa því við og hafinn verði sókn í menntakerfinu þannig að Íslendingar leggi sambærilegar upphæðir til þeirra og nágrannaþjóðirnar en miklu munar nú að svo sé.

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur