[Ályktun] Ungir Jafnaðarmenn mótmæla pólitískri spillingu við skipan dómara

Ungir jafnaðarmenn mótmæla harðlega pólitískum skipunum Sjálfstæðisflokksins í embætti dómara á Íslandi. Í þeim felst alvarleg valdníðsla og aðför að þeirri kröfu sem gerð er í stjórnarskrá lýðveldisins, um óháða og óhlutdræga dómstóla. Ungir jafnaðarmenn mótmæla harðlega pólitískum skipunum Sjálfstæðisflokksins í embætti dómara á Íslandi. Í þeim felst alvarleg valdníðsla og aðför að þeirri kröfu sem gerð er í stjórnarskrá lýðveldisins, um óháða og óhlutdræga dómstóla.

Nú síðast hefur settur dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins, sniðgengið álit sérfræðinganefndar sem metur hæfi umsækjenda um embætti héraðsdómara. Fyrir þessu eru ekki fordæmi. Svo vill til að sá sem stöðuna fékk var til langs tíma pólitískur aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og er sonur Davíðs Oddsonar fyrrum forsætisráðherra. Þrír umsækjendur höfðu verið metnir hæfari en hann. Eins og þingflokksformaður Samfylkingarinnar hefur réttilega bent á, skortir mjög á að rökstuðningur Árna Mathiesen setts dómsmálaráðherra, sé trúverðugur varðandi þetta frávik.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipa vildarvini í embætti dómara. Skemmst er þess að minnast þegar Geir H. Haarde, þá settur dómsmálaráðherra, skipaði Jón Steinar Gunnlaugsson fornvin Davíðs Oddssonar sem hæstaréttardómara og þegar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði frænda Davíðs Oddssonar, Ólaf Börk Þorvaldsson sem hæstaréttardómara.

Fulltrúar Samfylkingarinnar gagnrýndu harðlega tvær síðastnefndu skipanirnar.
Ungir jafnaðarmenn skora því á sitt fólk að láta pólitíska spillingu við embættisveitingar ekki líðast í nýju ríkisstjórnarsamstarfi, frekar en áður.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið