Ungir jafnaðarmenn færa ríkisstjórn Íslands jólaóskalista sinn

Ungir jafnaðarmenn afhentu ríkisstjórn Íslands óskalista sinn. Veitti jólasveininn Rafmagnsstaur listanum móttöku í iðnaðarráðuneytinu fyrr í dag. Hér að neðan má sjá jólaóskir ungra jafnaðarmanna til hvers ráðherra:

Rafmagnsstaur
Ungir jafnaðarmenn óska sér að iðnaðarráðherra leyfi Þjórsá að vera í friði.

Sætigaur
Ungir jafnaðarmenn óska sér að forsætisráðherra sjái til þess að sætasta stelpan á ballinu fái jafnhá laun og strákarnir.

PISAstúfur
Ungir jafnaðarmenn óska sér að menntamálaráðherra tryggi hækkun launa kennara.

Evrusleikir
Ungir jafnaðarmenn óska sér að utanríkisráðherra komi í gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu Íslands í Evrópusambandið .

Tollasleikir
Ungir jafnaðarmenn óska sér að landbúnaðarráðherra afnemi verndartolla á matvæli.

Skort-á-skellir
Ungir jafnaðarmenn óska sér að félagsmálaráðherra tryggi öldruðum, öryrkjum og heimilislausum mannsæmandi húsnæði.

Sjúkragámur
Ungir jafnaðarmenn óska sér að heilbrigðisráðherra eyði biðlistunum og plássleysinu.

Yfirdráttarkrókur
Ungir jafnaðarmenn óska sér að viðskiptaráðherra búi til ódýrara Ísland.

Gluggagægir
Ungir jafnaðarmenn óska sér að dómsmálaráðherra dragi úr afskiptum af einkalífi landsmanna og láti setja tafarlaust í lög að prestar Þjóðkirkjunnar megi gefa samkynhneigð pör saman í hjónaband.

Blómaþefur
Ungir jafnaðarmenn óska sér að umhverfisráðherra standi við markmið Íslendinga um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda.

Krónukrækir
Ungir jafnaðarmenn óska sér að fjármálaráðherra afnemi stimpilgjöld á lánum.

Gangnasníkir
Ungir jafnaðarmenn óska sér að samgönguráðherra færi flugvöllinn burtu úr miðbæ Reykjavíkur og geri allar brýr tvíbreiðar.

Þrettándi jólasveinninn er Gleðigefill – Ungir jafnaðarmenn óska sér að landsmenn muni eftir því að gera jólagóðverkin!

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand