[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja ekki að börnum hjá dagforeldrum verði fækkað

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík mótmæla hugmyndum félagsmálaráðuneytisins um að fækka þeim börnum sem hvert dagforeldri má hafa í gæslu úr fimm í fjögur. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík mótmæla hugmyndum félagsmálaráðuneytisins um að fækka þeim börnum sem hvert dagforeldri má hafa í gæslu úr fimm í fjögur. Félagið telur að ekki hafi verið sýnt fram á þær reglur sem nú gilda um hámarksfjölda barna séu óviðunandi.

Líklegast verða afleiðingar boðaðra breytinga þær einar að kostnaður foreldra vegna daggæslu eykst, líklega um 10-13 þúsund krónur á mánuði.

Ekki dugar heldur að segja að sveitarfélög eigi að auka niðurgreiðslur til daggæslu til þess að foreldrar þurfi ekki að taka á sig hækkun á gjaldskrá dagforeldra. Sveitarfélög eru aðþrengd og óviðunandi að ríkisvaldið reyni sífellt að þröngva þau til að auka útgjöld sín. Þar með ýtir ríkið aðeins undir skattahækkanir hjá sveitarfélögum og/eða skuldasöfnun þeirra.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand