[Ályktun] Ályktun um stöðu samkynhneigðra

Ungir jafnaðarmenn fagna tillögum nefndar forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi sem kynntar voru á dögunum. Sérstaklega þarf að breyta lögum til að heimila trúfélögum að gefa saman samkynhneigð pör. Ungir jafnaðarmenn fagna tillögum nefndar forsætisráðherra um réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi sem kynntar voru á dögunum og hvetur forsætisráðuneytið og þingmenn alla til að fara að tillögum nefndarinnar og gera nauðsynlegar lagabreytingar á komandi þingi. Sérstaklega þarf að breyta lögum til að heimila trúfélögum að gefa saman samkynhneigð pör.

Þó harma Ungir jafnaðarmenn að nefndin hafi klofnað í afstöðu sinni til réttar samkynhneigðra til að ættleiða börn erlendis fa og rétt lesbískra para til að gangast undir tæknifrjóvgun.

Íslendingar eiga að fara að fordæmi Svía og veita samkynhneigðum fullan rétt til frumættleiðinga á börnum, innlendum sem erlendum og skipa sér þannig í forystusveit þeirra ríkja sem berjast fyrir bættum réttindum samkynhneigðra í heiminum.

Ungir jafnaðarmenn telja að sú staðreynd að enn sé gerður greinarmunur á fólki vegna kynhneigðar þeirra brjóti í bága við stjórnarskrá og almenn mannréttindi. Eyða þarf strax allri slíkri mismunun í íslenskum lögum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand