[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík ánægðir með að kjarasamningar skuli vera komnir í höfn

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík fagna því að kjarasamningar skuli hafa tekist milli Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins og atvinnurekenda. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík fagna því að kjarasamningar skuli hafa tekist milli Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins og atvinnurekenda. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík eru sannfærðir um að þessir nýju kjarasamningar séu mikilvægur liður í því að tryggja efnahags- legan stöðugleika á næstu árum. Félagið er jafnframt ánægt með að strax skuli áformað að hækka lægstu laun í 100 þúsund krónur á mánuði og atvinnuleysisbætur í tæpar 89 þúsund krónur, þótt vissulega megi enn gera mun betur í þessum efnum.

Þá fagna Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík áformum ríkisstjórnarinnar um að beita sér fyrir lækkun tryggingagjalds til að liðka fyrir auknum framlögum atvinnurekenda í lífeyrissjóð.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand