[Ályktun] UJR fagna auknum áhuga á miðborginni

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík fagna mjög þeim mikla áhuga sem einstaklingar og borgaryfirvöld sýna nú framtíð miðborgarinnar. Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík finnast hugmyndir um tvöföldun byggðar í Kvosinni með mikilli uppbyggingu á hafnarbakkanum, ásamt byggingu verslunarmiðstöðvar í grennd við Lækjartorg, mjög áhugaverðar. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík fagna mjög þeim mikla áhuga sem einstaklingar og borgaryfirvöld sýna nú framtíð miðborgarinnar. Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík finnast hugmyndir um tvöföldun byggðar í Kvosinni með mikilli uppbyggingu á hafnarbakkanum, ásamt byggingu verslunarmiðstöðvar í grennd við Lækjartorg, mjög áhugaverðar.

Félagið hvetur þó til þess að ekki verði teknar ákvarðanir í skyndi og að vandað verði til skipulags og hönnunar mannvirkja. Þá finnst félaginu afar mikilvægt að góð tengsl verði milli núverandi byggðar í Kvosinni og hinnar nýju við hafnarbakkann. Þess vegna hvetja Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík til þess að kostir þess að grafa Geirsgötuna í stokk á nokkrum kafla verði kannaðir ítarlega. Félaginu þætti til dæmis ekki óeðlilegt að tekjum vegna sölu byggingarréttar á svæðinu yrði varið í að grafa Geirsgötuna í stokk, enda næsta víst að lóðaverð hækki ef umferðarkerfið verður skilvirkara og tengingin við Kvosina betri.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand