[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn fordæma hækkun skráningargjalda við ríkisháskólana, lýsa eftir afstöðu Framsóknarflokksins og skora á varaformann menntamálanefndar, Dagnýju Jónsdóttur, að fylgja eig

Ungir jafnaðarmenn fordæma hækkun skráningargjalda við ríkisháskólana og segja þau vera skólagjöld í felubúningi. Menntamálaráðherra er með blekkingum að koma á skólagjöldum við Kennaraháskólann, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Allt frá því að núverandi menntamálaráðherra tók við embætti hefur hún forðast að upplýsa hver afstaða hennar til skólagjalda er. Ungir jafnaðarmenn heimta að menntamálaráðherra skýri frá afstöðu sinni til skólagjalda. Ungir jafnaðarmenn fordæma hækkun skráningargjalda við ríkisháskólana og segja þau vera skólagjöld í felubúningi. Menntamálaráðherra er með blekkingum að koma á skólagjöldum við Kennaraháskólann, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Allt frá því að núverandi menntamálaráðherra tók við embætti hefur hún forðast að upplýsa hver afstaða hennar til skólagjalda er. Ungir jafnaðarmenn heimta að menntamálaráðherra skýri frá afstöðu sinni til skólagjalda.

Ungir jafnaðarmenn lýsa eftir skýrri afstöðu Framsóknarflokksins til skólagjalda við ríkisháskólana. Framsóknarflokkurinn er í oddastöðu og hefur tækifæri til að koma í veg fyrir að skólagjöldum við háskólana verði komið á með blekkingum.

Ungir jafnaðarmenn skora jafnframt á framsóknarþingmanninn Dagnýju Jónsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs og núverandi varaformann menntamálnefndar, að fylgja eigin sannfæringu og að koma í veg fyrir að málið verði afgreitt frá menntamálanefnd eins og iðulega er gert við þingmál þingmanna. Í þessu máli getur hún einfaldlega ekki falið sig á bak við rökstuðninginn um að á Alþingi séu tvö lið. Hún getur komið í veg fyrir að af gjaldtökunni verði. Að sitja hjá er ekki ásættanleg afstaða.

Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand