[Ályktun] UJ fagna tillögu viðskiptaráðherra að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál stjórnmálaflokkanna og vilja ennfremur að sett verði skýr lög um fjárreiður þeirra

Ungir jafnaðarmenn fagna tillögu viðskiptaráðherra um að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál stjórnmálaflokkanna. Ísland er eitt fárra vestrænna ríkja sem hafa ekki sérstaka löggjöf um fjárreiður stjórnmálaflokka. Ungir jafnaðarmenn fagna tillögu viðskiptaráðherra um að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál stjórnmálaflokkanna. Ísland er eitt fárra vestrænna ríkja sem hafa ekki sérstaka löggjöf um fjárreiður stjórnmálaflokka.

Ungir jafnaðarmenn vilja enn fremur og ítreka afstöðu sína að sett verði skýr lög um fjárreiður stjórnmálaflokkanna líkt og gilda um aðra sem þiggja fé frá hinu opinbera. Opinn aðgangur almennings að upplýsingum um fjárstuðning til stjórnmálaflokka er sjálfsagður hluti lýðræðislegs skipulags. Fullkomið traust milli kjörinna fulltrúa stjórnmálaflokkanna og kjósenda mun ekki nást að fullu fyrr en þessar upplýsingar liggja fyrir.

Ungir jafnaðarmenn vilja að allir stjórnmálaflokkar sitji við sama borð og opni bókhald sitt á sama tíma. Með því er tryggt fullt jafnræði sem skiptir lýðræðið í landinu afar miklu máli.

Framkvæmastjórn Ungra jafnaðarmanna

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið