[Ályktun] Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi styðja Ágúst Ólaf

Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi lýsa yfir stuðningi við framboð Ágústs Ólafs Ágústssonar, alþingismanns í embætti varaformanns Samfylkingarinnar. Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi samþykktu og sendu frá sér eftirfarandi ályktun nýverið

Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi lýsa yfir stuðningi við framboð Ágústs Ólafs Ágústssonar, alþingismanns í embætti varaformanns Samfylkingarinnar.

Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi telja að með kjöri Ágústs til varaformanns eignist Samfylkingin dugmikinn og drífandi varaformann. Sömuleiðis telja ungir jafnaðarmenn nauðsynlegt að ungt fólk skipi framvarðarsveit flokksins.

Ágúst Ólafur hefur sýnt með störfum sínum sýnt að hann gerir sér vel grein fyrir mikilvægi öflugs innra starfs flokksins um allt land, ekki síst á landsbyggðinni. Störf hans á Alþingi hafa vakið athygli, en hann hefur talað fyrir fjölmörgum og ólíkum málum og sýnt þannig að hann býr yfir mikilli breidd.

Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi hvetja flokksmenn Samfylkingarinnar til að styðja Ágúst Ólaf Ágústsson sem næsta varaformann Samfylkingarinnar.

F.h. Ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi
Már Ingólfur Másson formaður

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand