[Ályktun] Undrast yfirlýsingar um meinta einkavæðingarstefnu ríkisstjórnarinnar

Ungir jafnaðarmenn undrast yfirlýsingar forystumanna Geysis Green Energy og þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að hugsanleg kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut tveggja bæjarfélaga í Hitaveitu Suðurnesja stríði gegn stefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um einkavæðingu orkufyrirtækja.

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, undrast yfirlýsingar forystumanna Geysis Green Energy og þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að hugsanleg kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut tveggja bæjarfélaga í Hitaveitu Suðurnesja stríði gegn stefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um einkavæðingu orkufyrirtækja.

Ungu Samfylkingarfólki er bæði ljúft og skylt að benda þessum sömu einstaklingum á að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er hvergi minnst á einkavæðingu orkufyrirtækja. Þar að auki telur ungt Samfylkingarfólk heppilegast að orkufyrirtækin verði áfram í opinberri eigu og að þau einbeiti sér af því að veita almenningi vatn og rafmagn á sem hagstæðustum kjörum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand