Nú á fimmtudaginn 4. nóvember var haldinn aðalfundur Ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum. Meðal fundarstarfa var skipan nýrrar stjórnar og eru hún eftirfarandi: Nú á fimmtudaginn 4. nóvember var haldinn aðalfundur Ungra jafnaðarmanna á
Suðurnesjum. Meðal fundarstarfa var skipan nýrrar stjórnar og eru hún eftirfarandi:
Steinþór Geirdal Jóhannsson, formaður
Brynja Magnúsdóttir, varaformaður
Linda María Guðmundsdóttir, ritari
Hilmar Kristinsson, gjaldkeri
Atli Sigurður Kristjánsson, meðstjórnandi
Árni Jóhannsson, meðstjórnandi
Davíð Bragi Konráðsson, meðstjórnandi
Gísli Þór Þórarinsson, meðstjórnandi
Einnig var samþykkt fundinum ályktun um aðgerðaleysi stjórnvalda hvað varðar varnarliðið.
_________________________________________________________
Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum harma aðgerðaleysi stjórnvalda í málefnum varnarliðsins. Mikil óvissa ríkir í varnarmálum Íslands og virðist sem Bandaríkjamenn séu algerlega við stjórnvölinn í þessum málum. Ungir jafnaðarmenn vilja að íslensk stjórnvöld vakni til lífsins og fái það á hreint hvað sé að gerast. Ekki er lengur þolandi hin einhliða framkoma bandarískra stjórnvalda í varnarsamstarfinu. Reglulega berast fréttir af uppsögnum starfsmanna og hefur þetta ástand varað lengi. Þessi ótti um atvinnuöryggið er skaðlegur fólki og honum verður að eyða. Sannleikurinn er sagna bestur.
_________________________________________________________