[Ályktun] UJR harma fyrirhugaða hækkun leikskólagjalda

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma tillögu leikskólaráðs um að hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 42% á fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma tillögu leikskólaráðs um að hækka leikskólagjöld í Reykjavík um 42% á fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi.

UJR minna á að samþykkt var á landsfundi Samfylkingarinnar fyrir um það bil ári að stefna bæri að því að afnema leikskólagjöld í áföngum og byrja á niðurfellingu þeirra vegna 5 ára barna.

Rétt er að benda á að í stefnuskrá R-listans í leikskólamálum segir að fella eigi niður leikskólagjöld fyrir 5 ára nemendur.

Ungum jafnaðarmönnum í Reykjavík finnst að tillaga leikskólaráðs um mikla hækkun leikskólagjalda á suma foreldra sé ekki í anda þessarar stefnu og telja að hún sé skref aftur á bak.

Stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand