[Ályktun] UJA hvetur bæjaryfirvöld til að hafna þeim hugmyndum um að lækka niðurgreiðslur til foreldra barna í daggæslu

Ungir Jafnaðarmenn á Akureyri, hvetja bæjarstjórn Akureyrar til að hafna þeim hugmyndum sem nú eru uppi um að lækka niðurgreiðslur til foreldra barna í daggæslu.

Sá hópur sem þessi lækkun kemur verst niður á, eru ungir foreldrar, oftar en ekki skólafólk. Þetta er sá hópur sem Akureyrarbær hefur gert sig út fyrir að styðja hvað best við og fyndist okkur leitt ef verið er að snúa við þeim baki núna.

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur