Afnemum launaleynd

,,Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarpið og hafa einhverjar deilur verið um það. Ég vona þó að frumvarpið fari í gegn, því ekki nóg með það með það stigið yrði stórt skref í jafnréttisbaráttunni heldur væri það líka stórt skref í átt að jafnara samfélagi þar sem að allir hafa jafnan rétt og líka sömu laun“. Segir Valdís Anna Jónsdóttir formaður ungra jafnaðarmanna á Akureyri.

Ég er á móti launaleynd. Og ég held í þá von að ef við höldum umræðunni gangandi, þá muni það gerast að óheimilt verði að nota þessa kúgunar aðferð við samning launa.

Já mér finnst þetta vera kúgun. Mér finnst mitt frelsi vera skert og minn tjáningarréttur vera heftur með því að vera bundin þagnareið yfir launum mínum.

Launaleyndin gerir samningastöðu einstaklings svo miklu erfiðari. Ekki má viðkomandi bera saman laun sín við vinnufélaga og þar af leiðandi hefur hann lítil viðmið þegar að samningum koma. Þar af leiðandi getur vinnuveitandi haldið launakostnaði niðri.

Launaleyndin getur einnig stuðlað að misrétti, misrétti á grundvelli kyns, litháttar eða hreinlega hversu vel vinnuveitenda er við launþegann!

Við vitum það að launaleynd kemur frekar niður á konum en körlum. Og þar með ýtir hún enn frekar undir kynbundinn launamun. Og er það virkilega það sem viljum? Mín skoðun er sú að með afnámi launaleyndar megi stuðla enn fremur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Margir halda því fram að með því að afnema launaleynd, þá muni laun almennt lækka á markaðinum, því atvinnurekendur myndu ekki ráða við að greiða öllum jafnhá laun og myndu því frekar fara þá leið að lækka laun þeirra sem hærru laun hefðu, frekar en að hækka þá lægst hefðu launin.

Ef sú verður raunin, sem ég leyfi mér að efast um, verður það þá ekki líka einnig til þess að meiri jöfnuður kemst á í landinu? Mun þá ekki bilið á milli ríkra og fátækara, sem farið hefur ört stækkandi undanfarin ár, mun það ekki dragast saman?

Nú liggur fyrir á Alþingi frumvarp frá Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Eitt af helstu ákvæðum frumvarpsins eru meðal annars að launaleynd verði afnumin.

Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarpið og hafa einhverjar deilur verið um það. Ég vona þó að frumvarpið fari í gegn, því ekki nóg með það með það stigið yrði stórt skref í jafnréttisbaráttunni heldur væri það líka stórt skref í átt að jafnara samfélagi þar sem að allir hafa jafnan rétt og líka sömu laun.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið