[Ályktun] UJ hafna hugmyndum um varalið lögreglu

Ungir jafnaðarmenn hafna hugmyndum dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, um varalið lögreglu og hvetja þess í stað til að almenn og sýnileg löggæsla verði efld.

Ungir jafnaðarmenn hafna hugmyndum dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, um varalið lögreglu og hvetja þess í stað til að almenn og sýnileg löggæsla verði efld. Björn hefur lýst því yfir að stofnun varaliðs verði rædd við endurskoðun lögreglulaga. UJ biðja löggjafann að hafa eftirfarandi í huga komi stofnun varaliðs til tals:

Atburðir síðastliðinnar viku hafa sýnt hversu mikilvægt er að lögreglufólk sé vel þjálfað og geti staðist álag í starfi sínu af fagmennsku. Með því að leggja til stofnun varaliðs með hálf-þjálfuðum mannskap er gert lítið úr mikilvægi menntunar og hæfni.

Verði lagt upp með að varalið sé jafnvel í stakk búið og fullþjálfað lögreglufólk væri nær að verja peningunum í að fjölga í almennri löggæslu. Á því er brýn þörf eins og Samfylkingin hefur bent á, m.a. í borgarstjórn. Mikill kostnaður myndi fylgja stofnun nokkur hundruð manna varaliðs og sjá Ungir jafnaðarmenn ekki þörfina á þeim útgjöldum.

Að lokum er alvarlegt umhugsunarefni að varalið sem innihéldi m.a. björgunarsveitarfólk, gæti grafið undan því gífurlega mikilvæga starfi sem þúsundir manna vinna í sjálfboðavinnu fyrir björgunarsveitirnar.
Þessu mikilvæga fjöreggi sem almannasamstaða er um, ætti ekki að kasta frá sér.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand