[Ályktun] UJ fordæmir grófan niðurskurð

Ungir jafnaðarmenn skora því að Alþingi, og sérstaklega þingmenn Samfylkingarinnar, að koma í veg fyrir að þessar slæmu tillögur verði að lögum.

Ungir jafnaðarmenn fordæma fyrirhugaðan niðurskurð til Háskóla Íslands og námsmanna. Í fjárlögum sem rædd eru nú á Alþingi liggja fyrir tillögur frá menntamálaráðuneytinu um 3% flatan niðurskurð á háskóla- og framhaldsskólastiginu. Ofan á það bætist 656 milljóna króna niðurskurður til Háskóla Íslands vegna þess að ekki er staðið við rannsóknasamning. Á sama tíma er fjárþörf skólans að aukast til muna en 1625 umsóknir hafa borist skólanum sem er mun meira en í venulegu árferði.

Standa verður vörð um Háskólann og gera honum kleyft að taka á móti nýjum umsækjendunum. Þess í stað eru yfirvofandi fjöldatakmarkanir ef marka má orð rektors: “Við getum því ekki tekið við öllum umsækjendum nema að fá framlag til að mæta því“.

Það sama á við um Háskólann á Akureyri. Fjárframlög til hans eru skorin niður um 8,8% á meðan aðsókn í skólann eykst.

Þessi niðurskurður er í hrópandi ósamræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að menntun eigi að leika stórt hlutverk í uppbyggingunni.

Eins er ráðist á Lánasjóð íslenskra námsmanna. Nota á eigið fé sjóðsins til að standa við samninga sem gerðir voru síðasta vor. Þannig eru rúmir 1,3 milljarðar teknir úr sjóðnum sem hefði getað nýst til þess að bæta ömurleg kjör stúdenta á næsta ári. Hámarkslán barnlauss stúdents er 100.600 krónur á mánuði. Til viðmiðunar þá eru lágmarkslaun á Íslandi samkvæmt núverandi kjarasamningum 145.000 krónur á mánuði.

Annað dæmi um fáránlega forgangsröðun menntamálaráðuneytisins er að skorið er á lífæð Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Það er gert með því að taka út lítið 6,6 milljóna króna framlag.

Ungir jafnaðarmenn skora því að Alþingi, og sérstaklega þingmenn Samfylkingarinnar, að koma í veg fyrir að þessar slæmu tillögur verði að lögum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand