Súpueldhús unga fólksins

Á Þorláksmessu bjóða ungir jafnaðarmenn gestum og gangandi upp á rjúkandi heita og ljúffenga súpu í félagsmiðstöð UJ að Laugavegi 66 frá kl. 18. Með súpueldhúsi unga fólksins vilja UJ vekja athygli á stöðu ungs fólks í kreppunni.

Á Þorláksmessu bjóða ungir jafnaðarmenn gestum og gangandi upp á rjúkandi heita og ljúffenga súpu í félagsmiðstöð UJ að Laugavegi 66 frá kl. 18.Með súpueldhúsi unga fólksins vilja UJ vekja athygli á stöðu ungs fólks í kreppunni.

Stúdentar búa við arfaslök kjör, námslán sem ekki duga fyrir lágmarks framfærslu og minnkandi möguleika á vinnu með skóla.  Ungir íbúðaeigendur eiga ekki fyrir afborgunum, og ungt og óreynt fólk missir gjarnan vinnuna á tímum sem þessum.

UJ bjóða stúdentum og öðru ungu fólki að metta magana, og öllum hinum að sýna samstöðu með þeim.

Í félagsmiðstöð UJ kynnum við neytendaherferðina Hugsa fyrst, kaupa svo! UJ fór ásamt Dr. Gunna í flesta framhaldsskóla landsins og kynnti siðræna og umhverfisvæna neytendavitund og kostnaðarvitund. Evrópa unga fólksins, ungmennaáætlun Evrópusambandsins, styrkir verkefnið.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand