[Ályktun] Skora á samgönguráðherra og þingmenn Suðurkjördæmis

Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi skora á hæstvirtan Samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsson, og þingmenn Suðurkjördæmis að setja endurbætur og breikkun á Suðurlandsvegi efst á forgangslistann. Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi skora á hæstvirtan Samgönguráðherra, Sturlu Böðvarsson, og þingmenn Suðurkjördæmis að setja endurbætur og breikkun á Suðurlandsvegi efst á forgangslistann.

Suðurlandsvegurinn er einn fjölfarnasti kafli þjóðvegarins og fóru samkvæmt tölum Vegagerðarinnar ríflega 5600 bílar daglega um hann á síðasta ári. Þeir sem þekkja til vegarins vita að núverandi ástand hans er óviðunandi, einkum og sér í lagi yfir sumartímann þegar umferðarálagið er sem mest..

Fram hefur komið í umræðunni að vinna væri að hefjast við gerð „næstum því 2+1 vegar“. Samkvæmt skýrslu sem verkfræðistofan Línuhönnun gerði fyrir Vegagerð Ríkisins og ber heitið „Samanburður á 1+1, 2+1 og 2+2 vegum“ kemur fram að sú lausn er líklegast röng.

Ljóst er miðað við upplýsingar Vegagerðar Ríkisins að réttasta leiðin er að leggja 2+1 veg með vírleiðara, til að koma í veg fyrir framanákeyrslur. Samkvæmt ofangreindri skýrslu Línuhönnunar, fæst mesta fyrsta árs arðsemin með áðurgreindri vegaframkvæmd, eða 7,7 til 9,4% arði. Arðsemin miðast við sparnað vegna fækkunar umferðaróhappa, ekki er tekið tillit til rekstrar- og viðhaldskostnaðar

Hvorki þýðir að skýla sér bak við framkvæmdir við Gjábakka- og Suðurstrandarveg né peningaleysi þar sem kostnaður við þessar framkvæmdir er aðeins um 900 milljónir við breikkun og 400 milljónir til viðbótar með vegriði. En heildarkostnaður yrði samkvæmt svari Samgönguráðherra við fyrirspurn á þingi um tveir milljarðar.

Forgangsröðunina verður að hafa á hreinu og „næstum því lausnir“ eru engar lausnir. Ungir jafnaðarmenn á Suðurlandi skora því á hæstvirtan samgönguráðherra og þingmenn suðurkjördæmis að hrinda þessu verkefni í framkvæmd og taka þannig það frumkvæði sem alþingi á að hafa í málum eins og þessum; málum sem varða öryggi og heill hins gífurlega fjölda fólks sem fer um Suðurlandsveg á hverjum degi.

Stjórn Ungra jafnaðarmanna á Suðurlandi

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand