[Ályktun] Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík vill að Samfylkingin bjóði fram undir eigin merkjum í næstu borgarstjórnarkosningum

Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík (UJR), ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, vill að Samfylkingin í Reykjavík bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum sem verða haldnar vorið 2006. Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík (UJR), ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, vill að Samfylkingin í Reykjavík bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum sem verða haldnar vorið 2006.

Samstarfið í Reykjavíkurlistanum hefur verið farsælt en Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja að kominn sé tími fyrir Samfylkinguna til að draga sig út úr Reykjavíkurlistasamstarfinu. Samfylkingin er orðinn stór flokkur sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í Reykjavík og bera úrslit seinustu alþingiskosninga vott um það.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja hagsmunum bæði borgarbúa og Samfylkingarinnar betur borgið með því að Samfylkingin bjóði fram undir eigin merkjum í komandi borgarstjórnarkosningum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið