[Ályktun] Skömm á niðurskurði til Alþjóðahúss

Með skertu fjárframlagi þarf að sama skapi að skerða þjónustu Alþjóðahússins til þeirra fjölmörgu innflytjenda sem við bjóðum velkomna í landið og neyðist Alþjóðahúsið nú til að skoða möguleika á að taka gjald fyrir þá þjónustu sem hingað til hefur verið ókeypis. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma ákvörðun meirihluta Borgarstjórnar að skerða fjárframlag til Alþjóðahúss um þriðjung. Fjölgun innflytjenda hefur aldrei verið meiri á Íslandi en einmitt nú og því álag á Alþjóðahúsið og starfsmenn þess gífurlegt samkvæmt því. Með skertu fjárframlagi þarf að sama skapi að skerða þjónustu Alþjóðahússins til þeirra fjölmörgu innflytjenda sem við bjóðum velkomna í landið og neyðist Alþjóðahúsið nú til að skoða möguleika á að taka gjald fyrir þá þjónustu sem hingað til hefur verið ókeypis.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja þessa skerðingu borgarstjórnar til háborinnar skammar og óttast að skerðingin auki misskiptingu í landinu þegar það er einmitt orðið mjög mikil þörf á að taka skref í hina áttina.

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur