[Ályktun] Nauðsyn óháðrar rannsóknar á hlerunarmálum

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja íslensk stjórnvöld til að koma á fót óháðri rannsóknarnefnd sem falið yrði að kanna fyrirkomulag hlerana á tímum Kalda stríðsins og strax í kjölfar þess.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja íslensk stjórnvöld til að koma á fót óháðri rannsóknarnefnd sem falið yrði að kanna fyrirkomulag hlerana á tímum Kalda stríðsins og strax í kjölfar þess. Hlutverk nefndarinnar yrði ennfremur aðrannsaka hverjir stóðu fyrir þessum hlerunum, sem virðast í flestum tilvikum hafa verið framkvæmdar án dómsúrskurðar og á ólögmætan hátt. Komið hefur m.a. í ljós að sími Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra, hafi verið hleraður.

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja nauðsynlegt að draga fram öll gögn í málinu og komast til botns í því, enda afar alvarlegt ef þeir vitnisburðir sem komið hafa fram á undanförnum vikum eiga við rök að styðjast. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hvetja einnig íslensk stjórnvöld til að gera þau hlerunarskjöl sem liggja fyrir aðgengileg, og listar yfir þá sem voru hleraðir á sínum tíma gerðir opinberir.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand